Magnússon, Arní BREV TIL: Sigurðsson, Sigurður FRA: Magnússon, Arní (1710-05-12)

[ARNE MAGNUSSON TIL LANDSTINGSKRIVER SIG. SIGURÐSSON.] Skalhollte þann 12. raaii anno 1710.

Trykt efter koncept med skriverhånd i AM. 443, folio. Besværer sig over den voldsomhed, hvormed Arne Hannesson fra Nordtunga har krævet en gennem S. til A. M. udlånt kopibog tilbage, og vil dog endnu beholde den en tid. Påberåber sig sin pålidelighed m. h. t. udlån og sin instrux.

Monsieur Mikilsvirdande gode vin,

Med nockurre forundrun hefe eg lesed bref Arna Hannessonar i Nordtungu, dat. 18 martii 1710, hvers copiu þier lögdud innan i ydar vinsamliga bref til min, af dato Eyium 21. april, næstlidna. Og er þad satt ad segia, ad varia hefde eg truad, nema med þvilikum skilum sied hefde, ad nockur munde svo óhöflega skrifa göfugum manne, um svo litla (riettara ad segia enga) pretension. Þad yfergeingur flestann allann rustaskap ad tala um óheimilld i þvilikum hiegoma, sem þetta er, ad liá einum eina flestum mönnum ónyta og ad fua komna copiubók, hverrar stærste hlute er svo almenneligur manna á mille hier i s. 453lande, ad flester lögrettumenn munu þad hafa i doma-sirpum sinum. Og æred sturlud mætte hanns födursyster Ragneidur á Holme vera, ef hun (svo sem hann áqvedur) angradest þar af, ad bókarinnar um stund hafe á bak sied. Þvi er hann talar um erting vid sig i þessu efne, þættest eg vilia umbreita, þvi þad litst mier nær sönnu, ad bæde Ragneidur á Hólme ei alls firir löngu, og hann nu, sem eg fornem, sækie af fremsta megne ad erta gott folk, jafnvel þo eg, firir mitt leite, ecke virde þetta svo mikils, ad eg vilie þad erting kalla. Ragneidur firir nockrura tima sende mier half-skiætings bod um þessa bók, og nu kiemur þetta á ofan, eins og hitt edur verra. Orsöken til þessa er ecke i raun girnd bókarennar svo miög (þvi bædi vita þau, ad hun nærre einkis verd er), sem þad ad Ragneidur er óþolenmód yfer ummælum nockrum lögmannsins Páls Jonssonar og mínum áhrærande vidskipte hennar og leigulida á jardarparte hennar einum, og med þvi eckert sierlegra til fellur, hvar med mier motþægt verde, þa vill hun bera sig ad ad hefna med þessu, og er nu þetta endelega ad umlida af henne svo sem kvennpersonu, sem vill giallda i þeim aurum er hun til hefur. Enn um Arna Hannesson hefe eg þa þanka haft, ad hann madur være miklu meir discret enn nu sie eg. Nu hverneg sem þessu er vared, þa þarf eg þo bókenne enn nu um nockra stund ad behallda, þar til stunder fæ, i hiáverkum, ur henne upp ad skrifa nockur kongzbref, memoriala og annad þvilikt, sem eg annadhvert ecke fyrr hefe, edur ecke svo correct sem þetta hier finnst. Og er sumt af þessu þess slags, ad eg þad naudsynlega hafa þarf til upplysingar einu edur ödru, vidkomande þeirre commission sem mier allranadugast er á hendur falen. Nu mun Arne Hannesson vorkienna mier (ef ecke hann þá þó aller adrer), ad eg ecke setie mig nidur til ad skrifa þetta ut i striklotu og forsóma þar med allt annad, sem eg á ad giöra. Hann mundi kannskie svara, ad eg kynni kaupa adra til ad skrifa þetta ut; þad þore eg ecke ad giöra, fyrst þesse lumpin skræda er þvilikur dyrmætur fiesiódur i hans þanka, þvi ef ad bókenne yrde, þa er eg ecke viss um, ad eg giæte honum hana bitalad, svo honum likade, og læt eg þvi mitt eiged folk ur henne uppskrifa, þegar verkefna á mille verdur. Annars þyrde eg under sannsynne virdingu ad eiga, ad boken ecke metast munde yfer v aura virde, og ef mier hefde til hugar komed, ad þvilikt vastur orded hefde um þetta hindurvitni, þa hefde eg endelega bokinni fyrr skilad gietad. Enn mier kom þad ecke til hugar, hefe og margt annad þvilikt under höndum, sem eg og aptur skila á. Eg hefe s. 454af ymsum mönnuin hier i lande, bædi particulier og fra locis publicis, document til láns haft, vona eg mier muni verda gott til vitnis um, ad ecke eitt einasta blad þar af hafe misfarest, helldur hver sitt aptur feinged, þa eg á hallded hefe. Allt firir þad, til þess ad Arne Hannesson ugglaus vera kunne um þessar boka skrædu restitution, þá bid eg ydur minna vegna honum firir hana pant ad bióda, 4 rixdale, ef hann þar med nægdur er, 6 ef hann þad helldur vill, og legged þat ut af þvi, sem ockar á mille er, enn láted hann giefa ydur nogu sterkt revers upp á ad levera aptur þessa peninga á moti bokenne, þvi þo eg kost ætle ad kaupa hana firir 2 rixdale, þa villde eg mig beþeinkia. Enn vilie hann ecke þessu giegna nema med ohöflegheitum, likum þeim er i hans brefe standa, þa mun þo bóken hiá mier bida verda, þar til þetta, sem fyrrsagt er, uppskrifad fæ, og vil eg under godra manna dóme eiga, hver skade álitast kynne honum ad vera i þeirre bokarinnar burtveru. Enn svo ad þier, sem mier bókina hafed i hendur feinged, nockud firir ydur hafed um þessa fyrrskrifada bók, vegna mannlegs daudlegleika, þá medkienne eg underskrifadur, ad eg af ydur Monsieur Sigurdur Sigurdsson til láns medteked hefe bók i folio, alla i bande lausa, og vida trosnada, hveria ad minne hyggiu fyrrum att hafa Gisle sal. Þordarson lögmadur og hans sonur Steindór. Innehelldur þesse bók: Islendska lögbok, riettarbætur margar, C. 3tii ordinantiu med Ripar articulum, Frid. 2. hiuskapar ordinantiu, C. 3tii recess, kongs bref morg, islendska doma og annad þvilikt. Er boken óhandskriftud og ógiegnum dregen copiu bók. Framar uppá þad, ad þier Arna Hannessyne nockur rök sagt gieted til þess, ad mier bókina i hendur feingud, þa set eg hier inn þann 29. articula af þeirri instruction, sem konungl. Majt. mier allranádugast meddeillt hefur þann 22. maii 1702 (jafnvel þótt þetta ecke bære i tal med ockur, þa þier mier bokina i hendur feingud): Ef og þar i landinu hia dómkirkiunum, klaustrunum, eda og hiá particulier (einstaka) mönnum kynne ad vera i geymslu nockur document, sem til einnrar eda annarrar upplysingar kynne ad þurfa, þá skulu þeir, sem þau i geymslu hafa, þau somu án undandráttar frammleggia.

Þesse articuli er riettelega ur Dönsku i Islendsku utlagdur, hveriu til vitnis skal vera mitt nafn, sem under þessu brefe stendur. Naudsyniar svo ecke i þetta sinn hier um framar ad skrifa, enn ydur befel eg ad endingu eylifum gude til allrar umönnunar og varatektar um öll ókomen dægur, verande alltid

Monsieur.