Danmarks Breve

BREV TIL: Arní Magnússon FRA: Þorsteinn Sigurðsson (1711-06-01)

ÞORSTEINN SIGURÐSSON TIL ARNE MAGNUSSON. Skrifad ad Felle i Hornafyrde þann 1. Junij Ao. 1711.

Trykt eiter orig. i AM. 267, 8vo. Rejse-meddelelser fra Skaptafells-syslerue og videre østpå, samt om forberedelserne til A. M.s modtagelse dersteds. Adr. »ad Skálhollte, edur á austurreisu padann, fyrer alping« og brevet anbefalet klosterholder Þórður Þorleifsson til videre besørgelse.

Minn hattvirdande elskulege Herra.

I giær kvöllde umm sólar lag kom eg hingad, heill og slisa laus, og so hefur mier reisann geinged hingad til, þo stund um hafe seint geinged. A Kirkiubæiar-klaustre vorum vær umm hátidena, þá voru stor regn alla iafna, og forum þadann ei fyrre enn á fiorda inn ad Hörgslande, enn þá var syslumadurenn Isleifur Einarsson á Prestsbacka, kom hann ad Hörgslande a fimtudagenn, sydann höfum vær vered i hanns för. Vatnsföllenn höfum vær feinged i minna lage (epter þvi sem þeir seigia hier), enn bæde eru þau mörg og vond yferferdar, og einkannlega umm þann tímann, sem ydar er hingad von. Gud leide ydur og ydar fylgiara vel og slisalaust yfer þau og sier hvoria hættu, sem á leidenne er. Vicelögmanns Brunn reindest illa, tóku sig strax upp þau gomlu meidsle, komst hann þo ad Kirkiubæ, þar liet eg skiera hann, og skilde hann so effter, þangad til þier komed, og munu þier þá láta menn ydar taka hann, og þo hann sie ei ölldungis gróenn, er hægra ad hafa á honum hesta kaup, þegar hann er ordenn feitur. Þordur Þorleifsson fieck mier hest til ferdarennar, hann betalade eg 3 rixdl. i specie og einum rixdl. i cronum. Þar ad auk gaf eg pillte hanns sl. dal fyrer greida. Hestar miner voru miög adþreitter, þegar þeir komu yfer sandenn i giær kvöllde, og þvi er ovist, ad vær ferdustum hiedann i dag. Fyrderner i Mulasyslu eru mier sagder miög s. 464 fiölbygder, og gieta marger til, ad mier mune dveliast þar nockud framm epter sumrenu, þvi munde þörf á, ad þier tækud Monsr. Isleif med ydur til ad skrifa Hieraded, þvi mier þyker uggvænt, ad þier fáed siálfur stunder til ad skrifa jardabokena, ad iafnade, á medann þier dvelied þar, sökum einnra og annra erenda, sem ydur kunna þar fyrer ad falla, enn þó þier kunned nu þeirra ei allmargra von ad eiga. Syslumadurenn og kvinna hanns heilsa ydur bæde þienustusaml. Hann seigest atla ydur fiögur hudarskinn, sem hann skilde epter á Kalfafelle, og sieu þier ei komner, þegar alþingis menn rida hier hia, þá seigest hann mune bera sig ad senda þau med þeim vestur effter. Jeg sende þennann sedel med manne ur Öræfum, sem syslumannenum fylgde hingad, og þadan er von ad madur ferdest innann skamms vestur á Sydu. Jeg bid, ad þier minn Herra fyrergiefed þennann hrapande flyter, ad hvors endingu jeg kved ydur audmiuklega allra heilla oskum, og bid ad Drottenn vardveite ydur vel og leinge, og giefe mier ad sia ydur med glede og heilbrigde þad fyrsta.