Sigurðsson, Þorsteinn BREV TIL: Magnússon, Arní FRA: Sigurðsson, Þorsteinn (1711-06-14)

ÞORSTEINN SIGURÐSSON TIL ARNE MAGNUSSON. Dat. Eydölum þann 14. Junij Anno 1711.

Trykt efter orig. i AM. 267, 8vo. Meddelelse om jordebogs-arbejdet i Alptafjord og videre nord efter. Adr. til A. M. »vonudum a austurreisu frá Skálhollte«.

Minn hatt vyrdande elskulege Herra.

Nu samstundis var eg buenn ad skrifa ydur til, sem eg hefe hugad ad senda med alþingis mönnum ad Felle i Hornafyrde, þvi eg vil ei eiga under, ad þad fare leingra; þar i eru þeir sedlar, sem eg villde ad ecke færu a mis vid ydur, og bid eg þvi Isleif ad geima þad, þangad til þier komed þangad. Jeg er buenn ad skrifa Alftafiord og Berufiardar strönd, og tekenn til þessa hrepps, hefur smatt geinged hingad til, enn ovist ad betur byrie hiedann af. Jeg hefe i ráde ad senda hiedann hesta mina upp i Herad, ad Vallanese edur þar nalægt, og lata þa hvila sig, á medann eg koklast nordur effter fiördunum. Þad lited sem titt er i minum ferdum, hefe eg skrifad i hitt brefed. Frá Felle skrifade eg ydur til, þegar eg for austurhia, og vona eg þad sie til ydar komed. Brunn ydar meiddest og vard effter á Kirkiubæiar claustre, so sem eg skrifade ydur fyrre, hann munu þier lata taka, og er hann nu godur ad hafa hann i hestakaupum. Fyrergiefed þenna flyte minn Herra, hvern eg enda s. 465med minne audmiukre heilsan til ydar og hverskyns heilla oskum. Farsæle drottenn þessa ydar reisu og alla vegu hiedann i fra.

Sammesteds er indlagt efterfølgende af Arne Magnusson og Þorsteinn Sigurðsson underskrevne tilståelse for opgjort regnskab over udgifterne ved jordebogsarbejdet 1711:

Anno 1711 þann 17. Octobris giördum vid underskrifader klárann reikningskap ockar á mille. Hefe eg Arne Magnusson full og öll skil feinged hiá Monsr. Þorsteine Sigurdssyne fyrer pá peninga sem hann frá mier i höndum haft hefur á næstlidnu sumre, svo ad hann mier eckert skylldugur er nu sem stendur. Hier á mót hefe eg Þorsteinn Sigurdsson af veledla Hr. Assessor Arna Magnussyne uppbored fyrer pá syslun og piónustu sem eg á pessu lidna sumre giört hefe i jardabokarinnar samantekt i Austfiördum 30 Rixdale in Specie og vexel uppá Hr. lögmannenn Pál Jonsson Widalin af þessu sama dato hliódande uppá 20 Rixdale, ad hverium 20 Rixdölum luktum eg eckert hefe i pessu nafne framar ad heimta, hverke af velnefndum Hr. Assessor Arna Magnussyne nie neinum ödrum. Til stadfestu skrifum vid báder ockar nöfn hier under i Skálhollte á sama deige sem fyrrskrifad stendur.