Stefánsson, Þorvaldur BREV TIL: Magnússon, Arní FRA: Stefánsson, Þorvaldur (1711-09-05)

SOGNEPRÆST ÞORVALDUR STEPHÁNSSON TIL ARNE MAGNUSSON. Hofe d. 5. Septembris Ao. 1711.

Trykt efter orig. i AM. 450, folio. Beklager at A. M. ikke kommer til østlandet; har overtaget Hof i den elendigste forfatning. Lover litterære tilsendelser med A. M.s udsendinge; beklager tidens antikvariske barbari. Personalia, roser biskoppen. A. M. har ønsket et kort over Múla syssel. I brevet forekommer to 41injede vers, ved dets slutning et 41injet.

Vel Edla Hr. Assessor et Secretaire

all-gunstuge vin Arne Magnusson i gudi heiler og sæler!

Þad skal æ vera mijn einlæg ósk, á medan eg man til ydar, ad ydur lijdi farsællega og vel med leingd lijfdaganna, og ad eg fái ad siá ydur, þó ei sie fyrri (hvers eg tek nú ad örvænta) enn komed er in portum guds barna Universalem; samt gledur mig þad, ad þier unned mier vesælum vin ydar (ef eg mætti mig þad i ydar ordastad kalla) brieflegs vidtalz á hveriu aari og hafed þar so stóra jafnadargyrne á, ad mig mætte þar yfer forundra, ef vit og rænu til hefdi. Ydar ágiætt breflegt vidtal fieck eg nú i þessum Augusti manudi ad lesa 27., enn daterad sama manadar 6ta ad Skalhollti, hvert ydar breflegt ávarp mig bædi kiætti og fákiætti. Kiætte i þvi ad eg merkti ydur leid vel, enn fákiætte ad þier erud so torsokter hijngad til vor austfyrdinganna, og sijnest þad vilia vera so sem fatale, ad þier eiged ecke ad koma hier. Nú verdi vilie guds vors. Af mijnum hag er þad ad seigia, ad eg er komenn hijngad ad Hofi búferlum, og sit eg hier i capelians stiett (ef so má kalla) aared allt edur af þvi so leinge sem fiörit til hröckur; enn hveria adkomu eg hafdi hier vid ad kannast, vil eg ecke til sóa upp ad teikna lestri ydar (sem langtum naudsynlegri til mun fást á hverri stundu), pappír mijnumm, hendi, penna og bleki. Hún var ad mier þokti þrautaleg, þvi á soddann platzte hefdi eg þeinkt ad madur mundi annarstadar kunna ad leggia sig enn úti á velli edur á kyrkiugolfed. Uthijse öll i toptum ↄ: saudfiar og hesta, s. 484fyrer utan eitt nidursligad, sem ecki er á vetur setiandi til sauda innhijsingar, túned meir mór enn töduvöllur, hier vaxa i sveppar og vijderbuskar. Monsr. Þord Þ.s. hefe eg vidtalat samt hans medbródur Monsr. Þorstein S.s. Þordar er von hijngad aptur nordan af ströndunumm, og mun eg þa med honumm samferda verda láta máldagabriefed Hofskirkiu, sem þier tilmælest, hvert hier liggur á kyrkiunne og eg hefe ummtalad vid sra. Olaf G.s., og sendi þad med hanz vitorde. Annad brief er hier, sem eg veit ei, fyrr enn eg finn aptur Monsr. Þord, nema þier vilied siá, prior Brands hier ad Hofe. Halldi Þordur, ad þier muned ei umm þad hyrda, sem eg higg hann betur nærri geta enn eg, læt eg þad epter blijfa.

Enn af documentum sir. Olafs G.s er þad ad seigia ↄ: fornumm, ad þau (ad mijnu viti) eru eingen ordenn, epter hans sögu. Enn hveriar Hofskyrkiu bækur fornar á kálfskinn fyrr umm verid hafa, er ángur ad sia af triespiolldumm þeim, sem þesse kyrkia hefur ad geima. Þetta tala eg ei til sra. Olafs G.s., þvi eg veit ei fullgiörla, i hvers prestz tijd þessar bækur hafa under lok lided. Enn þad er þó miked, skylldi á nockrumm þessara boka antiqvitetum sætt hafa, ad rijfa þær so bligdunarlaust i sundur; enn þad þikest eg vita, ad flestar þessar kyrkiubækur, sem eg hefe epterlited, einkanlega sijdan þier bádud mig þar ad higgia, er mest gamall múkasaungur, sem eg veit ei, hvert þier umm hirded. Jeg man ei, hvert i stocknumm Niardvijkurbriefanna var blad á kalfskinn, sem þeim fylgdi ei og var mitt, enn vera átti ydar, hefdud þier þad viliad nijta, kannskie þetta hafe verid fyrri, sem eg nu ecki man.

Minned sliofgast, máled þver,
mijnka tekur kraftur;
þaa förumm ad lifa, fáumm vier
i folldu hnijga afftur.

Heilsan brestur, hier er strijd,
jeg hætti ad vera kátur;
enn hagur bestur á hinne tijd,
horfenn er þar grátur.

Jeg ætla ad skyllda ydur ad fyrergiefa. Jeg verd ad láta þad heita eitthvad, fyrst eg fieck ecki ad siá ydur, enn drottenn lijte til ydar synu ósvefnuga auga æ og alltijd. Jeg er ókunnugur enn hier i Voknafyrdi, veit nockurra manna nöfn, giæde ecki, aller mier upphátt enn meinlauser. Jeg meina marger á landi s. 485voru (þeir sieu aller frátekner, sem ecki eigu þad mál) vilie helldur á kalfskinne gánga enn á kalfskinn gamallt letur lesa, og af þvi ad folk vort hefur verit svo barbariskt, hefur ordsakast ad minne higgiu, ad þótt hiá einumm og ödrumm hafi kunnad ad vera ærinn fródleikur eptertektaverdur, hefur ei meir verid umm hann hirdt enn þad sem madur geingur á, og hefur þvi valldit (sem þier belur vited enn eg) vanvit vorra landsmanna, enn gud nádi bædi mig og þá. Tillögurnar vidvijkiandi Brimneß landskulldenni þacka eg þienustusamlega ásamt ödru ydar trúföstu vinfeinge til mijn. Umm veleruverdugann biskup vorn má eg þad sanna og seigia, ad hann hefur verid mier miked ágiætur, hvad honum gud umbune; jeg higg hann búe yfer ærid trúföstu hiarta, sem ecke lætur sier feikia af hverium vindi. Monsr. Orme Dadasyne heilsa eg all-vinsamlega, þacka tilskrifed i fyrra og ummsvifenn öll minna vegna. Þad þikest eg vita, ad þott erindesleisa yrdi úr Mijneß málenu, hefur þad ei verid honum ad kienna. Þier berid Hr. Assessor sir. Arna Þ.s. i ydar brefe gagnfrómann vitnesburd, sem betur væri hann hefdi tilunned, og mun ydur ei annad lióst. Enn valla get eg kallad þad gagnfróman mann, sem openberar þad honum er tiltrúad yfer ad þeyia og hann má öllumm ad skadlausu yfer þeyia, og þad af hans teingdamanni. Postur úr brefe mijnu sr. Arna á alþijng i fyrra tilskrifudu (sem eg þó áveik ad yfer væri þagad) kastadest mier i naser (ut est in proverbio) hier i Vopnafyrdi i fyrrahaust ei án þyckiu, og kannskie mier hafi verid umm leid af manni sagt, sem eg átti þá tal vid, ad posturenn væri til sijn komenn, sem eg tel ei óvijst, þvi eg þeckti aptur mijn eigin ord; þetta skrifa eg sosem til gamans, og veit ad yfer verdur þagad betur enn nú áviknu. Hver Múla syslu kann upp ad draga, epter þvi sem ávijked, so þad kynne ad verda til vißs leidar vijsers med riettri átt sierhvers bigdarlags, veit eg i sannleika aungvann. Kunne ecke Monsr. Þordur Þorkelsson þvi nærri ad stappa, villdi hann hallda heilanum hreinumm og suddalausumm, veit eg ecki, hver ad er, þvi hann er madur, sem vited, lærdur og stóru hugviti giæddur. Magnus Einarsson er hneigdur til málverks, enn hvert honum er i soddan verk sleppandi, viti þier giör enn eg. Siálfhugad skal mier vera ad láta ydur vita af þvi sem eg kynne auga á ad koma edur eignast af fornum fródleik, enn eg meina þad giör sópad umm nockur aar, jeg þori ecki ad seigia af ydur, samt skal eg ólatur vera hier i nánd epter þvi ad spyria. Nú jeg hlijt ad slijta þetta hiegomlega tal mitt og bidia fyrergefningar þar á med áliktunar ósk þeirri, ad þier s. 486sieud gude befalader med æra, embætte og öllu ummvardande til æskelegustu ummsionar lijfs og lucku umm æfestunder allar. Med kiærleikz qvediu minne, konu og barna til ydar Hd.

Viliandi finnast ydar einlægur vinur og þienari alltijd
Þorvaldur Stephansson.

Vode er reisa Herra, umm hrijd,
og hætta lijfe siálfu,
drepsótt geisar, styriölld strijd
stormar á Nordurálfu. boni consule et vale.