Danmarks Breve

BREV TIL: Arní Magnússon FRA: Jón Þórðarson (1708-03-26)

JÓN ÞÓRÐARSON TIL ARNE MAGNUSSON. Backa d. 26. Marty Ao. 1708.

Efter orig. i AM. 453, folio. Tilbagesender det sidst modtagne udlån og ønsker fortsættelse.

… Nu sendast afftur med Eygle (hinum sama) sogu bækur ydar þriar, er mier liedud, ospialladar ad mynu vite, og þacka eg þa ydar Hd. agiæta velvilld, og þotte mier myked til koma. Af Vygaskutu hafde eg alldrei fyrr sied. Ad þier telied Eddu orvasa med ydrum bókum, þigg eg giarnan, ey munde eg efftir talid hafa, þo lesenn ordid hefdi, og kalla eg hana vel vinna, þar mier til siónar fæ Islendinga sogur ydar, er um bid og til hafid (alldrei var hun so mikelz verd). Jeg dyrfest þvi meir i dælskunne, sem frekare fyrirgefning fæ. Gaman þætte mier sia af Birne Hytdæla kappa sögu, ef lifa nædi til vetrar, enn um sumartyma fellur til annad, þvi eg vil alldrei bækur abirgiast leingur enn eg má sem skemst. Af Noregs kongum eru sagdar agiætar sogur, Sverrerz kongs sogu hefe eg lesed, en ecke af Hakone gamla. Oskad hefe eg mier ad eyga registur yfer allar Islendinga sogur, og hefe eg ecke hitt oskastundina, og enn oska eg Þess. Henviser til nedenaftrykte seddel ang. en sommerfugl, af hvilken en art afbildning findes vedlagt.

Munu nochur rök til ad skiáÞak sie fidrilldes nafn? Anno 1706 sá eg sem fleire eytt fidrillde miklu stærra en almennelig. Spurde eg effter, hvort fyrre siest hefdi annad eyns; var mier sanliga sagt, fyrer 20 arum hefde eyns sied verid. Sydan spurda eg, hvort eyngin visse pvi nafn gefid, og kunne Þad eingin seigia nema stulka, er verid hafdi hia gamlre konu, hun hafdi eytt sinn talad um fidrilldi, sem skialldan sægest, sem amma syn hefdi kallad skiáÞak. Su hiet Eyvor, daud fyrer 60 arum, enn konan dó i sumar, Hallfridur ad nafne, dottursonardottur sra. Eygelz Hallzsonar, er var prestur i Gordum a Akranese. Fidrilldid var svo stort sem fiorde partur ur spile. En sú Eyvor var kollud margfród og fornyrdt med orda brellum vanskildum.

So löng er Þesse saga
J. Þ. s.