Þórðarson, Jón BREV TIL: Magnússon, Arní FRA: Þórðarson, Jón (1708-07-29)

JÓN ÞÓRÐARSON TIL ARNE MAGNUSSON. Backa d. 29. July Anno 1708.

Trykt efter orig. i AM. 453, folio. Om sønnen Þórhalli’s tjæneste hos A. M. og P. Vidalin.

s. 519Medfilgiande skylldugu þacklæte firir ydar erusamlegt tilskrif, mier til handa komed med Þorhalla litla, ásamt hönum audsyndar velgiörder, med elskuseme, effterlæte og utlátum, sem Gud, er öllu rædur, ydur med margfalldre blessan endurgiallde; enn eg vil alhuga ydar Herrad. lytelsvægur þienare reinast. Þier ávyked i ydar brefe, ad eg ydur Þorhalla filgia láte til þess þier sigled, hvad eg tek mier og hönum til stærstu æru og þacka; og sende eg hann nu i þeirre meiningu á veg til ydar. I annann máta áminnest þier i ydar briefe, ad edla Hr. lögmadurenn Páll Jonsson Vidalin hafe i sinne þorhalla nordur til sýn fá umm næstkomande vetrartýma sier til þienustu. Nu þó ieg ætte þessare hanns begeringu undanndráttarlaust vel ad giegna, er þvi so vared, ad veledla Hr. byskupenn Meistare Jon Þorkelsson hefur af syns Herrads. manngiæsku (næst Gudz forsión) unt þorhalla og giefed, til þessa týma, frýskóla (sem Gud hönum best þacke); hefe eg so effterteked, ad hann vante enn eitt ár eda tvö á skólavistena, til þess hann sie riettelega vid hann skilenn eda laus giefenn, þvi vil eg ei hann þar frá hindra, so ieg med mýnu eindæme hönum ei sýdar til ólids verda mætte; výk þvi helldur til veleruverdugs Hr. byskupsens, med minne audmiukre bón, hier firir siá umm næstkomande vetrartýma, hvar til hanns Herradóm sem mestvirdande velgiördafödur treiste. Bidiande ydur elskulege Herra ad firir-giefa þetta lýttvandad flýters tilskrif, ad hvörs endingu ydur med heidur og embætte þrieinum Gude á hendur fel, til farsælustu velferdar nota umm eilýfd.

Ydar Herradóms skylldugur þienare
Jón Þórdarson meh.