Danmarks Breve

BREV TIL: Arní Magnússon FRA: Þórður Þórðarson (1713-08-24)

ÞÓRÐUR þÓRÐARSON TIL ARNE MAGNUSSON. Skalhollte 24. Aug. 1713.

Trykt efter orig. i AM. 441, folio. Ifg. A. M.s påtegning »annammet 10. 9bris 1713 med Monsr Braem«. Er besværet ved sygdom og modgang; anbefaler til A. M.s befordring medfølgende indlæg, som biskoppen har ladet skrive for ham. Dette er en klage til kongen over at Þ. Þ. på tinget er bleven arresteret, fordi han protesterede mod Gottrup som dommer, så længe denne ikke havde betalt nogle ham idømte bøder.

Minn Herra,

Gud giefe ydur lucku og velgeingne med gódum og langgiædum lifdögum!

Af minum efnum er fátt og illt ad seigia, svo sem minn Herra mun alla reidu vita af Hr. biskupsins og Hr. lögmannsens brefum, enn ofann á allt þetta hefe eg nu um nærstu 3 vikur siukur vered, svo ei hefe ur rumenu komest, og hefur Hr. biskupenn láted fyrir mig skrifa þad, sem menn vilia vona og vænta, ad til nockurrar riettingar koma muni med gudz hiálp og ydar promotion; hefe eg þvi beded hann ad senda þad allt til ydar i þvi trauste, ad mier munud sem fyrr i hußbonda stad reynast, svo sem ætid giört hafed, efter þvi sem gud vill liá lucku til. Jeg hverke giet nu nie má leingur fiölyrda. Bid ydur þvi minn Herra þetta i mesta haste og bágendum vel ad virda og befala ydur ad endingu med öllum kiærum Gudz alvolldugre og milldre vernd til allrar umsiónar um alla ókomna tima, verande alltid

Minn gode Herra ydar audmiukur trur þienare
þordur þordarson.

s. 524 P. S. Ad Grimur (Magnússon) sie geingenn ur fylges flocknum, mun minn Hr. spurt hafa; hann hefur nu bæde agerad mál á móte mier og svo geinged dóma um mig, þar um ei fleira, sierhver finnst i sinu rume.