Danmarks Breve

BREV TIL: Ari Þorkelsson FRA: Arní Magnússon (1729-05-29)

ARNE MAGNUSSON TIL FHV. SYSSELMAND ARI ÞORKELSSON. Kaupenhafn d. 29de maii 1729.

Trykt efter egh. underskrevet koncept med skriverhånd i AM. Access. 1 Takker for det sidste høst modtagne brev og medfølgende bogkiste, som dog forgik ved Københavns brand, hvor A. M. mistede alle sine trykte bøger, til en værdi af over 5000 rdlr. Giver oplysning om afd. kaptajn Magnus Arasons uægte Datter Anna Magdalena, hvis moders navn han ikke vil nævne; hun er i huset hos en bådsmand, hvor A. M. efter faderens ønske har tilsyn med hende. Hun er efter A. M.s mening som kun c. 11 år gammel for ung til at sendes til Island, men A. M. ønsker jordegods i pant som sikkerhed for sine udgifter. Vedlagt er udkast til et pantsættelses-dokument samt A. M.s egh.. regnskab over de for Anna Magdalenas underhold afholdte udgifter. Af brev og regnskab foreligger 3 ekspll., af dokumentet 2. Hertil en indlagt egh. seddel af A. M. Þetta fer med Styckesholmsskipe. Annad allteins er leverad i Vatneyrar skip.«

Göfuge vise og virdulege höfdingsmann, Elskulege mikelsvirdande vin.

Eg oska, ad þetta mitt bref finne ydur heilann og lifs, og. ad gud vilie unna ydur frammveges hraustrar eile, so leinge sem hönum þocknast ydur hier i heime vera låta. Þessu næst þacka eg ydur fyrer vinsamlegt tilskrif i haust medteked, ásamt þvi er þar innlagdt var, eg medtók og sömuleides bókakistu Þá, sem brefenu fylgia atte, enn ad þessum bokum vard ecke miked gagn, sökum þess, ad hier i Kaupenhafn tilfell i nærstlidna octobri so stór olucka, sem eingenn veit ad nockurntima hier tilfalled hafe. Hier kom elldur i eitt hús, og af þeim elide brann nærre hálfur stadurenn, og þad sem hid mesta er, ad þetta var sá hlute stadarens, sem best var bygdur. A medal annarra húsa brann og mitt, og þar inné bækur meir enn til 5000 rdlr, ad minum reikninge. Þar fór og med þesse bókakista, so ad eg get eingenn frekare skil á henne staded. Eg gat hverke biargad minum prentudu bókum, nie þeim sem i sagdre kistu voru. Þad er þar um sú eina bót i mále, ad bækurnar voru þessslags, sem ecke hefdu gylldt liier nú marga peninga, þótt úr elldenum komest hefdu. ]petta er nú af minum högum ad segia, annars life eg heilbrygdur og án slisa ad fráteknum þessum mótgange, sem mier næsta nærre liggur, þvi eg hefe mist marga góda bók, sem eg alldrei þeinke aptur ad fá, hellst á þessum minum alldurs aarum. Eg vík frá Þessum harmasögum og gef inig til ydar brefsefnes, sem mest áhrærde þad stúlkubarn, Anna Magdalena. Er þad fyrst, ad þier villdud skilmerkelegar vita, hvernenn þetta barn være i ætt komed. Þar til svara eg ydur, so sem fylger: Þegar Þetta barn var nockurra vikna, edur kannske mánada, gamallt, s. 531 afhendte ydar saluge sonur, capitain Magnus Arason, þad einum bátsmanne og hanns konu, til uppfædes. Þesse hión lifa enn nú, og eru hier fleire, sem eg þecke, er vita þykiast, ad þesse fyrerhyggia capitainsens hafe ecke vered án stórrar skylldu, framar hirde eg ecke hier um ad skrifa, þvi Þier munud skilia, þótt eige sie berara ad orde kveded; enn um moderne barnsens er eg ecke svo glögglega adkomenn. Þad kynne og hånga so saman þar med, ad ecke være hendtugt þad ad brefsetia, ef brefed kynne misfarast, og vilium vid þvi sleppa. Eg undra mig yfer, ad ydar saluge sonur alldrei hafe neitt vid ydur um þetta talad. Eg riede hönum þó þar til i einu brefe, annadhvert 1727 edur-26; kannske min bref til hanns sieu conserverud, og geted þier þá lated epter þessu lijta. I þeim somu brefum, so vel sem þvi sem eg hönum i fyrra tilskrifade, finned þier og, ad eg hefe hanns vegna ærna peninga úttaled til uppfósturs þessa barns, sem eg nú hygg vera mune hier um 11 vetra. Vel er þad satt, ad þier mier hitt áred sendud ydar caution uppa 200 rixdala summu, enn hier hiá bid eg ydur vinsamlega ad alijta, ad skyllde ydar vidmissa og þeirra annarra, sem nockud af þessu efne vita, Þå kynne liett henda sig, ad eg þyrfte mina eigen peninga med lögsoknum ad sækia, og være mier þad æred óhendtugt. So er nú þá til ydar mitt traust og beidne, ad þier villdud boda til ydar syslumannenn Orm Dadason, frænda minn, og láta hann hiálpa ydur til ad giöra eitt document af þvi innehallde ongefer, sem innlagdt uppkast utvísar. Eg skrifa hier um syslumannenum Orme og bid hann hier á enda ad binda á þessu sumre, þvi vær erum aller daudleger. Villde og ydar hustru Mad-e. Astridur skrifa þetta document under med ydur, þá være mier þad þess þægra. Være nú so ámóte von minne, ad ydur syndest ecke þvilíkt document út ad gefa, þá treyste eg mier ecke til frammveiges ad hafa ad giöra med þessu stúlkubarne, og er eg þá afsakadur, ef barnenu lijdur ödruvijs enn bærelega, hvad Þó synd være, þvi barned sier mannalega út og hefur gott næme, og seger sig so vijdt i ætt, sem þetta kann gyllda. Barned kann nú vel ad lesa og skrifar nockurnveigenn, enn þeckte aungvann bokstaf og kunne eckert gott fyrst i aarenu 1727, þá eg epter saluga capitainsens beidne tók mier nockud af þessu barne. Hvad þá peninga ahrærer^ sem saluga capitainenum kunna til góda ad koma af hans launum, þá hefe eg fyrer laungu þar um memorial inngefed, enn þessslags peningaefne ganga ecke so fliótt edur greidt, sem Þeir kynne ætla, er þar fyrer utan eru. Eg kann trúa Þad sem mier til handa kann ad koma fyrr edur sidar af þeim peningum, Þå s. 532 skal þad allt ad skilum fara, so eingenn misreikningur i verde, og losa þá þeir peningar þá jardar pantsetning, sem fyrr i brefenu er áminst. Hvad þvi vidvíkur, ad þetta barn skule til Isslands sendast, þá er ecke til ad ætla, ad nockur kaupmadur take sier þá abyrgd uppá á so ungu barne, og ecke treyste eg mier til þvi i verk ad koma. Geted þier feinged þad loford af nockrum og láted mig þad skiallega vita, þá skal eg mig sídar þar epter rietta, enn eg ætla eingenn mune þad ad sier taka i næstu 2—3 aar. Hier fellur mier inn, ad skylldu ydar leiligheit vera soleides ad betala til Monsr. Orms Dadasonar nú i sumar 100 rixdale, eda Þar um, þá þyrfte ecke so miög þess documents, sem fyrr er áminst, enn caution þyrfte eg þó þa fyrer þad epterkomanda, og fyrer þad sem óbetalad være. Enn eg ætla ydur verde þad til meire óhægdar enn um jördena, og þvi fer eg þvi ecke framm, jafnvel þótt mier þad miklu hendtugra være. Jeg man eige neitt framar sem skrifast þurfe, enda er tijmenn nockud naumur, so enda eg þá ad þessu sinne med hverzkyns heilla óskum til ydar og ydar göfugu kiærustu, samt kiærra dætra þar heima i húse. Drottenn vere med yckur öllum. Þess oskar af hug og hiarta

Monsieur ydar þienustuviliugur þienare
Arne Magnusson.