Danmarks Breve

BREV TIL: Arní Magnússon FRA: Brynjólfur Thorlacius (1727-09-09)

B. Þ. THORLACIUS TIL ARNE MAGNUSSON. Hlydarenda d. 9. Septembris Anno 1727.

Trykt efter orig. i AM. Access. 1. Hertil A. M.s påtegning »Med Öefjords Skib, i Monsr. Therkelsens, Kiøbmands paa Örebacke, hans couvert«. Nedsender foreløbig, som eneste udbytte af eftersøgning, en afskrift af Einar Þorsteinssons skrift om »ómaga«; Originalen, som A. M. i sin tid har lånt ham, mener han at have tilbagesendt. Mere skal muligvis senere følge, men tør ikke vove over havet sin stamfaders, Eggert Eggertssons, adelsbrev af 1488.

Vel Edla Hr. Assessor.

Jeg ad sonnu lofade i brefe minu nærst Dato Hlydarenda 4da Septembris ad senda Hr. Assessori þad eg kinne ad finna af þvi, sem hann hafde mig umm beded, enn effter tveggia daga leit giet eg ecke uppfiskad nema Einars þorsteinssonar scriptum um ómaga, er arfe skulu filgia, dat. Felle i Myrdal þann 13da Marty Ann. 1657; medkienne eg ad sönnu Hr. Assessor, þier ihafed lied mier þetta document til effterskrifftar, Þad veit eg ei betur, enn eg hafe ydur restituerad, strax sem eg hafde låted s. 540 sóknar prest minn heidurlegann sr. Benedix Jacobsson, þa verande minn þenara, þad ut copiera, med fleirum þessháttar scriptis, er mier til eindæles og trurrar handar i tie letud, af hveriu eg aungvu hefe behallded órestituerudu ad minu vite nema ad eins in qvarta forma copier af 27 brefum Biorns a Skardsá um eitt og annad lögum vidvikiande, og meina eg þier hafed (so sem nóg af þviliku elfter hiá ydur verande) lofad mier ad behallda þessu. Eg sende þad sr. Benedix hefur ádur minna vegna utcopierad af skrife Einars þorsteinssonar, hvad eg utskar af einne minne foliant bók, er slykar collectiones voru innfærdar, og ma hamingiann ráda, hversu ydur veledla Hr. Assessor sinest þad sie accurat skrifad, þvi presturenn þann tima var ungur madur og lagde sig elfter ollu ödru betur enn slykum skrifftum, eg á þo ecke nema þetta eina exemplar (hversu galed sem þad er skrifad), vil þvi giarnann bidia Hr. Assessorem ad láta mig fá þad afftur, þegar hann hefur skodad þad.

Med aungvu móte giet eg funded so brádlega 1. Copie af Beskiermelses brefe sr. Sigurdar Jonssonar á Grenjadar stad, dat. Kiöbenhavn vor frue dag præsentationis 1542, 2. Copie af Collationis brefe, sama sr. Sigurdar fyrer Grenjadarstad, utgefnu af Olafe erchebiskupe i Nidarose 1534 in Vigilia Martini, 3. Af arfaskiffta brefe midlum barna Arna Gislasonar á Hlydarenda, dat. 4 July 1587. Mig ránkar þo til eitthvad af þessu hafe hiå mier flækst, og i confusionem lated þvi kasta medal annarra utlifadra brefa, er eg lagde aungva rækt vid, þo med timanum skal eg elfter þvi higgia, hvert ecke finnst óskaddad, og ef so er eg náe einhveriu ófunu, skal eg senda Þad sama Hr. Assessori, so gott sem þad er, þvi mig vardar ecke umm þad.

Fryheita edur adalsbref Eggerts Eggertssonar, afa Eggerts lögmanns Hannessonar, daterad 1488, hefe eg ad sönnu in originali retl fyrer hendenne, enn vorkienned mier gunstuge herra, jeg voga þvi ecke yfer sió og sallt vatn, þvi eg helld þad so gott sem gimstein vorrar ættar, ecke fyrer þad eg hrose mier meir enn adrer af þess göfuga mans extraction, þvi jeg má heita ættlere i þeim knerunn; enn fyrer adra hanns afkomendur sleppe eg ecke brefenu uppa ovist yfer so langa sióleid, sem er á mille Islands og Danmerkur. þad skal eg giöra ydur til vilia, ad sem nakvæmast af einum islenskum manne, gódum rissara, skie kann verde vaabenet uppdreiged og illuminerad so og heila brefed rigtuglega ut copierad, jafn vel þier hafed ádur nockrum sinnum haft þad under höndum og erud þvi alkunnuger.

s. 541 Fyrergefed veledla Hr. Assessor þetta so i haste stirdt og lytt vandad brefs ávarp og vered minnuger þier hafed forláted marga mina breste so sem Digdugur Patron synum client, under hveriu nafne eg enn nu recommendera mig ydar Favori med audmiukre kvediu ockar Jorunar minnar og litlu sona, ydur veledla Hr. Assessor og samgofugre Frue til handa.

Forblifande ydar af hiarta þenande og elskande velunnare

Brinjólfur þórdarson Thorlacius.