Magnússon, Arní BREV TIL: Þorláksson, Jón FRA: Magnússon, Arní (1705-04-20)

[ARNE iMAGNUSSON] TIL SYSLM. JÓN ÞORLÁKSSON. 20. April 1705.

Trykt efter brevuddrag med skriverhånd i AM. 449, folio. Hertil A. M.s egh. overskrift »Ur brefi mínu til Monsieur Jons Þorlakssonar«. Påtaler en af sysselmanden fældet dom om gjaftoll, over hvilken der er klaget, og som i mange henseender er urigtig, går i mod de i Kopavåg 1662 besvorne jura regia og støtter sig på alþingis-samþyktir.

I fyrra á alþinge feck eg bref frá Eireke nockrum Halldorssyne, kann skie syne sr. Halldors i Eydölum, þar fylgde med dómscopie, geingens yfer honum, um giaftoll og giaftolls halld, yfer hverium hann sig besvergar. Vel á eg ecke eiginlega med þetta mål ad svo giördu, Þo giet eg eigi geingid firir bi ad tala til vid ydur um þennann dóm, med þvi mier þó synest, ad hann kunni ad draga hala. 1. Þier dæmed siålfer i ydar eigen måle, sonur ydar er einn dómsmadurenn. 2. Þier citered þá lögmals grein, ad syslumadur mege kalla málspartana íirir sig, 3. hver ed ölldungis ecke kiemur vid þetta mál, þar þier vorud annar målsparturinn.. 4. Þier taked einn rixdlr. firir skattlukt, enn kongur seger hann skule gillda 48 fiska. 5. Þier citered þingfarar b. cap. 2, svo sem þar stande i um giaftolla, sem alldrei er. 6. Þier dæmed 4 marka sekt á giaftolls hallde og viked ad, 7. ad vilie malseigandenn eigi dominn hallda, þá skule hann utlægur vera epter þingfararb. 8. Um 1, 2, 3 vil eg eckert tala, þvi eg sie ecke, hvar med þad verdur afbatad, ecke helldur num. 5. Ahrærande num. 4 þa veit eg ad þar er gömul alþingis samþyckt, sem s[egir] ad dalur skule gillda 8 alner vadmáls; þegar vid nu berum hana saman vid taxtann, hve fast ætled þer hun þa stande? ad eg ecke tale um þau opinber órimelegheit, ad i somu samþycktenne stendur,, ad dalurenn skule gillda 5 aura i tiunder og landskulld: scilicet lögmenn og syslumenn villdu svo hafa þetta, absque ullâ ratione s. 543vel authoritate superiorum. Þad er hellst bót i þeirra måle, sem mier skiist, ad norsku lögen voru þá ei utgengenn, sem tala um þvilikt, lib. VI. cap. 4. § 11. Ad 4 marka sekt skule vera á giaftolls halde dæmed þier no. 6. Eg spyr, epter hvada lögum? þier munud svara, epter alþingis samþyckt. Eg svara: þad eru eingen lög, og hversu vel kiemur þetta tilsamans. Skatthalldz sekt eru 6 aurar, giaftolls (sem i fyrstu af ásælne og óriettvise er uppkomenn) 32 aurar. Þier munud svara þvi, sem satt er: ad þad sie ofseint nu ad tala um rök og upphof giaftolla. Eg jata Þvi, þad er og ei min meining, þvi C 4ti bref 1619 legitimerar þa, hvernig sem þeir voru underkomner i fyrstu. Enn hitt er um ad tala, hver hefur gefed lögmönnum myndugleika til ad um· breita þeim og forhæcka þá, á móti kongs breiinu, hver yckur syslumönnum magt til ad taka þá epter lögmannanna dómum mót kongs brefinu? Hier villdi orka svars, ef hart være adgeingid. Og verdur þad vel ecke annad enn þetta: þad er alþingis samþyckt, lögmenn hafa svo dæmt. Mier næger þad ecke Monsieur. Lögmenn eiga ad dæma lög, og annad ecke, þar til eru þeir setter, og þad einasta er þeirra embætti og hefur alltid vered. Ad setia skatta upp á almugann, hefur einginn þeim valid til feinged, og þess á kongur alleina rád, og alldri hefur nockur firir utann hann neinn myndugleika þar til haft. Eg vil ecke tala um ad hleypa framm einni decision, ad öllum óadspurdum, strax sem einn agiarn syslumadur spyrde um þad eda þad i lögriettu, sem dæme munu tilfinnast, þvi verr. Hier vil eg Monsieur færa ydur til gemyt (þvi þier skilled þetta betur enn ílester adrer hier), þegar nu, hinn dagenn, verdur fared ad fortelia i Danmörk, ad menn hier i lande dæme epter þocka og þotta sinum, firir utan laganna tilvisan, item dæmi tolla og skatta yfer almuga allann ad óadspurdum konge, med ödru þviliku. Mun þeim ecke Þykia þad vel accordera med Juribus regiis, sem vær lærdum ad þeckia og sórum uppá á Kópavoge 1662. Gud giæfe, aller villdu athuga, hvad i þessum og þvilikum sökum være isiárverdt, og ecke forláta sig upp á þögn mina edur glámskygne, Þvi þetta er svo openbert, ad blinder kunna á þvi ad þreifa. Ad 4 marka sekt sie á alþingis manna dómrofe veit eg, enn ad sama sekt sie á þeim svo kölludu alþingis samþycktum, veit eg ecke. Þad meira, eg þikist vita, ad þvi sidur sie su sekt þar áad lögum, ad þeir alldri (ad minum skilningi) áttu rád á ad giöra þvilikar, so kalladar samþyckter, sem menn margar hveriar hafa. Kongs valid, i ad setia lög, þeckium vær aller, lögmanna eingenn, ad eg true, af Þeim sem meir vita enn almenningur. Þeir eiga ad s. 544dæma lög, þingfararb. 4; hinu, sem lög ei umtala, eiga þeir til kongs ad skióta, R. B. H. K. i þingfarar b. 9. þesse var skilningur Magnuss kongs á Juribus regiis og embætti lögmanna, og vitum vær aller, ad kongs riette hefur sidan ecke aptur fared.

Dómrofs sekt, sem Jóns bók umtalar, á ecke heima (sem sagt er) hiá alþingis samþycktum (þvi hun giörer alldri rád firir þeim), helldur þar sem tveir þræta um eitt mál, beit, lemstur, þiófnad, skullder og allt annad þvilikt, sem lögmenn eiga ur ad skiera mille tveggia parta og annarrhverr af forakte vill eige dómenn hallda. Sá verdur sekur 4 mörkum, og endelega utlægur, epter þingfarar b. 8da. Veit eg ad þetta þyker villudómur, þeim sem ödru eru vaner, eg giet þar ecke vidgiört, þad er þar íirir satt, sem og synast mun, ádur allt tekur enda. Fyrer resten bid eg ydur nu conferera þennann ydar dóm vid lög og sannsyne og athuga svo, hvad honum mundi til bóta verda, ef Eirikur hann åfriade. Svo munud þier og á alþingi mig vita låta, hvad sidan er giört i målinu. Kongurinn hefur skipad mier ad lita epter þviliku, og þvi giöre eg mier eingann manna mun Þar i, sem ådur ydur skrifad hefe. Hitt er vist, eg villdi ecke giarnan, ad þier hlitud óhapp af minne tilstille, enn þar af stendur ei nema helften i minne magt, firir hálfum partinum ráded þier. Ad eg ydur so diarflega hier um skrifa, kiemur þaraf, ad eg reikna ydur firir minn vin; vid óvin minn villdi eg þeigia og låta hanns mål verda sem verst, taka svo i þad, þegar hann giæte ecke aptur snued.

NB Þvi hefi eg gleymt, ad Eirikur var stefndur sama tímann sem dómurinn geck (egh.).