Magnússon, Arní BREV TIL: Þorleifsson, Björn FRA: Magnússon, Arní (1699-05-11)

ARNE MAGNUSSON TIL BISKOP [BJÖRN ÞORLEIFSSON]. Hafniæ d. 11. Maii 1699.

Trykt efter egh. orig, i AM. 451, folio. Besvarer forespørgsler ang. embedsforhold og forretninger. Om A. M.s økonomisk vanskelige stilling. Anmodning om gamle breve, håndskrifter, bispestols-dokumenter, kirkernes breve (nogle sådanne er allerede tilbagesendte efter benyttelsen). Ønsker sagnene om Sæmund frode optegnede og oplysning om gamle islandske tryksager.

Som en art tillæg følger nedenstående med petit trykte brev, dat. »Kaupenh. d. 21. Maii 1699«, med udskrift ».. Mag. Birne Thorleifssyne« etc., med anmodning om gamle breve fra Goddala kirke, en Nupufells bog og, til brug for kancelliet, præstekalds og præsters navne på nordlandet.

Veledla Veleruverduge Hr. Biskup. Mikilsvirdande broder.

Míns brodurs luckulega velgeingne fornam eg gladur af hans goda tilskrife i fyrra medteknu, óska framveigis allra heilla. Eg s. 563lifi so áfram stórslisalaust og storþausnalaust. Eg hef nu miög knappa tid til ad skrifa, og hlit Þvi i stytsta male ad svara. 1. um Arinbiarnar gremi, ridur ei mikid ad, ef eckert lögmætt ad tala hefur. Eirikur true eg ei komi til Islands í ár, grunar mig hann med tid ödlast mune bláan kiol firir gráan. 2. Um Holakirkiu ad mínka firir utan orlof voga eg ei Mínum bródur til ad ráda. Enn ei tvila eg uppa ad ef hann hingad Supplicerar, og satt giörer, ad hana, soknarinnar vegna ei so stora þurfi, og sie ei nema til Þunga og abyrgdar, og ad sie hun minne, so kunni hun þess betur ad prydast i annan máta, ad hann þad io obtinerar. Vill Monfrere þá kann eg hönum Supplicatiu form ad senda sidan, þá hans motiver vita fæ. 3. Supplicatia yckar Mag. Jons liggur enn hia mier. Eg vil ei vid hana eiga fyrr enn hann er klár med stadarins uttekt. 4. Ei er einn ad forþeinkia þótt uppastande þad sem nockura fotfestu hefur, og synest ad Monfrere hafi hier nockud til síns máls. 5. Monfreres propositioner til Amtmands og hans svar þar uppa sendist hier med lilbaka. Ei confirmerast hier neitt soddann nu, helldur visast allt til landslaga og riettar. 6. Um þann dom um Tungu, er þesse minn þanke. Mart er i hönum sem disputerast kann, og óvist hvört hann vid magt stæde ef leingra kiæmi. So er og ei, ad minni hyggiu, saknæmt, ad prestur fullmagt taki til ad giöra Contract. Enn þar Sr. Skula er hans andvirde afturdæmt, þá sie eg ei ad þad omaks vert sie hingad ad hafa. Einhver hefur og hvislad ad inier, ad i målenu mundi vera postur um adtekt nockurra brefa, sem Sr. Skule skylldi haft hafa hönd á, og er su sök slæm ef þad sig so forhelldur. Eg veit ei rettan grundvöll malsins og þvi kann eg ei Þar um ad dæma. 7. Um reka Holakirkiu firir iördum þeim er Ragneidi lientar eru, þikest eg ei kunna Monfrere til ad ráda, sier þá ad eigna; allra sist efter gömlu Registri, enn ad giöra controversiam þar ur, ad henni sie alleina afgialldsins unt enn ei rekanna, hefur meira skin, og kann þad ei giörast nema med Supplicatiu, þvi eingenn kann kongsbrefid ad explicera nema kongur. Þaug gömlu registra eru til einkis nyt nema til ad forsvara sitt, enn efter þeim nockud inn ad klaga er besverlegt hellst þeim er miög gömul eru. 8. Um Þad tillag til fatækra presta er lited vid ad giöra ad minni hyggiu. Getur Monfrere uppgötvad, hver Konganna þad funderad hefur, og giefed mier sem eina historiu, hvernin þessu tillagi i allan mata hefur vared vered þá kynni eg ad áre Supplicatiu form upp ad setia og Monfrere senda, og kann madur þá þar vid ad giöra so mikid sem verdur. Gott væri ef þad aptur nædist. s. 5649. Um Skolameistara iarder villde eg Monfrere ei taladi, Eg sie ei Fundament til þeirrar pretension, þær eru io einu sinne lagdar til hans, og hvör kann þaug rád af hönum ad taka. Þad væri ad óska ad þad væri eins i Skalhollti. Nu kem eg til minna eigen saka: Æru og þöck firir Expeditionem Halldórs Þorbergssonar, Eg er þar Monfrere skylldugur ordinn, enn satt ad seigia, eg er ei í ar so vid peninga ad neitt nytanlegt sendt gieti. Þad geingur seigt og fast ad fá kaup sitt hiá hilmir, so eg valla veit hvad leinge þar vid vera kann. Eg kann annarstadar betur ad koma til rietta, bædi hiá Svium og i Einglandi, enn þiker so miked firir hiedan ad fara, sökum gódra vina á Islandi, sem eingan ábata þar af hafa mundu. Einkum þacka eg Monfrere firir þad gamla brefarusl er hann mier i fyrra sendi. Nu þar eg bædi af Monfr. brefi til min, sem og af hans brefe til Hr. GeheimeRaad Moth fornem ad þar þó er nockud soddan til baka, þá bid eg nu Monfrere einkanlega ad láta i sumar koma rifvel og krat allt saman illt og gott, smátt og stórt sem elldra er enn 1580. hveriu nafni sem heiter. Monfrere skrifar mier ad vid Holastad sie eingin Kalfskinns bók nema Sigurdarregistur. þad skil eg ei. I Herra Einars tid, firir 5. eda 6 árum voru þar þesse efter fylgiandi registra, sem hann mier titulos af sendte Audunar biskups Registur 1318. Jons biskups 1360. Peturs biskups 1394. Olafs biskups 1461. Eigils biskups sine capite et calce þó kann eg ei ad seigia hvört þaug eru á membrana edur Charta firir utan Audunar biskups, sem vissulega er þar á membrana edur i þad ríngasta á ad vera. So bid eg nu Monfrere nákvæmlega hier efter ad gánga, ad eg þesse öll registra i sumar fá kunni, annadhvert á Charta edur membrana, hvert sem til er. Er og Amtmadur viss til ordur ad giefa ad þaug utsvarest, þvi sieu þau nu ei á Holum þá hafa erfingiarner þaug ad vísu. Þad má og annadhvert vera, ad af þeim gömlu brefum meiga æred mörg vera blifen til baka i fyrra, edur og mörg af þeim vera geinginn i hlauped. I Hr. Gudbrands tíd voru þar ifer 500 original bref, sem siá er af hans bæklinge. og utan a þessum brefum sem eg i fyrra fieck standa Numeri 484, 538, 540, 581, 608. Enn þaug sem eg fieck voru ei nema 153. Enn eg mun hier uti huggun fá Þá skipen koma. Utan á nockrum af brefunum stendur: Fol. 54. Fol. 90. Fol. 614 etc. og á sumurn þikest eg þeckia Monfreres hönd. Monfrere giöri vel ad fræda mig hvad þetta merker, hvört eru þesse bref innfærd i Copiebækur, og i þann mata þeirra boka Folia allegerud, Ef so er, þá mætti eg vita hvad á þeim Copiebokum meira er, þvi ei kunna vel brefin so mikid s. 565plats ad taka i einni bok ef ei annad þar i væri. So bid eg og Monfrere ad senda mier i suinar accurat registur uppa allar Visitatiu-maldaga- og brefabækur, yngri enn reformationen, sem á Holum liggia, i hvada formi sier hver er, og i hve mörgum Tomis. Lited þiker mier profastar afrekad hafa um gömul bref vid Kirkiurnar. Sie eg ad þeir þaug geima, vilia Þaug ei tilláta, Ur Hunavats þinge hefi eg til forna haft nockur, sem hier i bland ei voru. Ur Hegraness og Vödlu þingum var ei eitt. Samt þacka eg minum bródur aludlega firir hans ómak. Eg sie þar verdur eckert til gagns vid giört fyrr enn minn broder visiterar, þvi þá kann hann sialfur allt betur nærverandi ad giöra, hefur og meiri klemm enn med profasta. brefin sem eg feck fra kirki- unum hefi eg i ár aptursendt, ad þeir ei þeinkia skuli eg þeim bíhallda vilie. Eg þikest vita ad miklu fleiri muni þar til vera. Eg skylldi meina ad á Videvöllum mundi gömul bref, dómabækur gamlar, edur annad þvílikt, Sie þad, þá er þad Monfrere innan handar til ad liá mier. Brefabók Herra Olafs Hialltasonar er mier sagt ad Monfrere hafi feinged frá Greniadarstödum, hana tel eg mier vísa, oska og hennar giarnan til láns. Á Videvöllum er brefabok Hr. þorláks, Sie eckert i henni sem framandi eigi siá meigi beiddi eg um hana til láns, og hvört sem er, þá veit monfrere ad eg á stundum set slagbrand firir minn munn, Giöri og alldri neitt sem Monfreres Familie kynni til skada ad koma. Monfrere minnist vel ad menn á Islandi um Sæmund froda oteliandi Fabulosas relationes hafa, kynni Monfrere mier i sumar uppskrifadar ad communicera allar þær hann man, (eg veit hann kann heilhop þar af) væri mier miög kiært, og villdi eg þær hafa med öllum sinum circumstantiis. Mier er sagt monfrere hafi registur uppa þær bækur er þricktar eru á Holum, hvad ef so er þá bid eg monfrere mier þad ad communicera. Eg villdi svar giarnan hafa uppskrifada alla titla og annos editionum allra bóka sem þricktar eru á Islandi hellst þeirra elldstu. Menn tala um Lögbok þrickta ad Nupufelli, kynni su upp ad friettast, edur adrar bækur þar þriktar, villde eg giarnan þær fá ad siá. Menn seigia almennilega ad Sr. Jon Mathiasson hafi prentverk framid. Spursmál, hefur nockur sied nockra bók þrickta af hönum. og hver er su? hier um bid eg Monfrere med tid Scrupulose ad inqvirera, og ef soddan bok firir yrde mier til láns ad utvega. Sr. Ari Gudmundsson profastur i Skagafirdi hefur sagt sig á membr. haft hafa Speculum Regale, nockurra biskupa Sögur, Margretar Sögu. med ödru fleira, og sie þad nu fra sier komid, hann meini til Kaupenhafnar. Nu bid eg Monfrere s. 566alvarlega efter hönum ganga lata, hverium þetta feinged hafi og nær, og hvernnin þessar bækur eda bók i hátt vered hafi. Hann vill ei ödrum þar á grein giöra, sem hann þar efter spurt hafa. Monfrere skickadi mier til forna registur uppa þær Sögur sem hann hafdi (uden tvil til lans af J. Þ. s.) þar voru á einni bók af Vemundi og Vigaskutu, Svarfdæla, af Gudmundi Ríka af Þorde Hredu, Aroni Hiörleifss. Hrafnkeli Goda, Gunnari Kelldugn. fifle, Af Þorsteinum mörgum þætter, af Gunnari þidrandabana og ennu fleiri, med hendi Sira Jons i Villingahollti. Visse eg bok i heimi sem Monfrere villdi hafa firir þessa ad utvega, þá mundi eg færast i alla auka til ad fá þá sömu, þvi eg villdi giarnan þessa eiga. Enn kann skie hun sie ei föl, og er þad þá tails lok. Þó mun Monfrere mikid takast. Komi Sr. Einars sonur á Skinnastödum til Monfrere og fáe hiá hönum uppaskrift uppa sina Supplicatiu, þá bid eg Monfrere sömu Supplicatiu mier ad senda, enn hönum ei aptr afhenda, þó villde eg eingenn þessa mina beidne visse. Eg hefi þar til vissan tilgáng. Ad sidustu hefur mig beded vel skickadur ungur madur Magnus Markusson sig til mins brodurs ad recommendera, ad hönum, ef alæge, gunstugur vera villdi, þar vil eg mína beidne tilleggia, hann er miög skickanlegur, og minum brodur upprigtugur, eg eru þesshattar menn og nockurs verder i þessari ölld. Nu er eckert til baka, nema ad taka sinn hatt af og bidia um fyrergiefning firir þetta 1000 fallt bóna stag, sem eg so sannarlega sem eg er ein smuck pige ecki þyrde ad bióda ödrum. enn geing hier upp i godvilldar dulu Monfreres, Enda so um sider med hverskyns heilla-óskum til Míns goda bródurs og hans Ehrugöfugrar höfdings hustrur, verande so leingi eg lifi

Monfrere Vôtre tres obéïssant tres-humble Serviteur
Arne Magnussen.

Monfrere

Sidan eg Minum bródur seinast tilskrifadi hefi eg fornumed ad vid Goddala kirkiu i Skagafirde skulu liggia nockur gömul bref, og á medal annarra eitt perments blad á hveriu er kirkiunnar inventarium uppteiknad. pesse villde eg i sumar giarnan fá ef skie kynni. Summariu yfer Þad gamla og nyia testamented hefur utlagt Hr. Gudbrandur, og er hun pryckt á Nupufelli 1589 4to. hefdi Monfrere hana beidde eg um hana til láns i vetur. Þeir á Cancellienu hafa bedid mig skrifa til Monfrere um öll Stada nöfn i Nordur Stiftenu, og hvad prestr á hverium Stad heiter, og firir hverium af peim Successions edur expectans bref allareidu utgiefin eru og hvad peir heita er paug hafa. Nockrer ur Hunavatz pinge skrifa mier til ad soddan og soddan bref hafi peir i fyrra s. 567til Profasts leverad, hver eg pó ei feinged hefi so paug meiga annadhvert hiá minum brodur edur Profastinum efter orded hafa. Sieu Þaug hia mínum bródur til baka ordin, bid eg Þaug i ár forframast meige. Um Supplicatiu sonar Sr. Einars á Skinnastödum skrifadi eg minum bródur til, ad ef hun minum br. til uppaskriftar leverud yrdi, hann Þá hana uppaskrifada mier sendi enn ei Supplicantanum aptur leveradi. Eg hefi vissann vigtugann tilgang Þar í, og Þvi bid eg Þess ennu eirn gáng. Nu óska eg minum Mikilsvirdande elskubródur allra heilla lucku og hamingiu ad tillagdre minne Þienustusamlegri qvediu sendingu til míns brodurs Ehrugöfugrar hustrur med óskum bestu i Jesu nafne.