Danmarks Breve

BREV TIL: Björn Þorleifsson FRA: Arní Magnússon (1704-05-03)

ARNE MAGNUSSON TIL B ISKOP [BJÖRN ÞORLEIFSSON]. Skalhollte Jmnn 3. Maii 1704.

Trykt efter egh. orig. i AM. 451, folio. Spøgende undskyldning for ubesvarede breve. Ønsker til lykke med trykkeriet. Sender bispinden en med besvær afskrevet Mábils rima m. v. Vil gærne endnu en tid beholde Björn på Skardsås Sturlunga saga m. v. om bøger og håndskrifter. Besvarer forespørgsler og berører forskellige ham forebragte krav vedk. biskoppen. Takker for den gamle Halldor Þorbergssons forplejning. — Om det nævnte håndskrift af Sturlunga saga sml. det kgl. nord. Oldskriftselskabs udg. I, s. LVII—VIII.

Veledla Vel Ehruverduge Hr. Biskup, Æru og Elskuverde broder,

Hiá mier liggia ósvörud Mins Brodur tvö ágiætes tilskrif þad eina af dato 23. Augusti, 1703. þad annad 16. Jan. 1704. Eg s. 583 hefi vered nockurn veigen óhræddur i vetur, medan fannlög vorn, um þad ad Monfrere ei munde senda mann sudur hingad, þess erendis einasta, ad stefna mier firir pennalete. Nu þar vedraskipte eru til fullz ordinn og aller veiger færer, ugger inig helldur fyrer þessu, Tek eg því til rádz ad fridmælast med þessum sedle, og bidia ad taka ei ilia upp firir mier undandrattenn, hialpe þad ei, þá er eg nu ferdbuenn ut í Vestmanna eyar, og mun eg þvi ei verda godur ad hitta fyrr enn á Alþinge. Enn kome Monfrere þangad, þá mun eg þó firir öllu þessu voga ad siá hann, og reina til hvernig fer. Þad skal annars vera þessa mins brefs fyrsta, ad óska Monfrere til lucku med prentverked, og mæla firir ad Þad meige i hans tíd florera so sem þá best liet, og bringia sinum husbónda so vel inn, sem þá þad giörde best og mest. Su Danska Chronika, er eg sende til Madame Monfreres kiærustu, var ei ætlud af mier til láns, helldur henne til eignar, ef hun hana níta þiggia vill. Sögur á eg hier i lande eingar sierlegar. Annars legg eg hier innani registur uppá 3 Volumina er mier tilheyra, Vilie Madame tilseigia mier ad senda sier eitt af þeim edur fleire, skulu þau giarnann til verda, og i bidangur sendi eg hier med Xdu Mabils rímu, er eg med erfide og umhuxun nád hefi ur gömlu half rotnu kalfskinns qver slitre. Þar voru ei fleiri af þvi slage, og höfdu alldri vered. Er mier sagt þetta frædi hafi lángtum leingra vered til forna, enn eg tek til nockud so ad veiklast i trunne. Monfrere skrifar um apturskilun á Sturlunga Sögu med hendi Biörns á Skardzá. Fyrir því þiker mier miked, þó mun þad verda ad vera þegar Monfrere þad aptur nefner. Hitt, um Domaqvered og kongsbrefa Dröslurnar, þiker mier ei so vidqvæmt, og skulu Þau ad visu med fyrsta apturskilast. bædi er nu ad eg Þau ei til fullz brukad hefi, enda þiker mier ei ràd ad hætta þeim i vorrásernar med þessum postula. Römers paskareglur tek eg med mier til AlÞinges, og fæ Monfrere ef þangad kiemur, annars sende, ef því ei gleyme, sem á stundum verdur, enn ætti þó alldri ad verda. Stuttur festa setu frestur þikia mier 5 dagar. 5. nættingur á heima i averkamalum á iördu enn ei á konu, og ecki true eg (alvöru ad tala) ad þetta mundi ordulegt þikia annarstadar. Þar sem einn á tvö varnarþing (eg meina evidenter) þá vænte eg hann meige skiota sier til hvers hann vill. Eg meina þetta á Sumrum. Um skolameistara Varnarþing á vetrum er eg ennnu sömu meiningar, Og ætla eg þar mundi vid lenda. Vist er Þad ad geistlegra manna börn hafa vered halldenn skattfri og fri um kongs tiund. Ecki veit eg annars nein lög firir því, þvi Alyktaner biskupa eru i þvílikum s. 584 efnum eingenn lög, ad minne hyggiu. Ecki veit eg klausturhalldara vera skattfrí. þeir munu vinda þad ut ur Piningsdóme. Um tiundar friheit þeirra meina eg standi á eins sterkum fótuin: Annars vil eg iata, ad mörgum er um þesse Statuta kunnigra enn mier. Hvitfellds Fundatiu hygg eg alldri vera med special brefi confirmerada, þó synest af þvi kongsbrefe er tilleggur Skolameistara og heyrara á Holum vissar iarder, sem kongr hafe fyrer gott hallded þad Hvitfelld giört hafde. Hann kann hafa haft plenam potentiam, og næst er eg því ad þesse Fundatia mune efterrettleg vera eiga. Severin systursonur Geh. Raad Mothes var Severins son Gluds, biskups i Viborg i Jotlande, hann var Professor og Profastur i klaustre, enn vard sidann prestur i Biörgvin (ei biskup) og dó þar. Severin Petursson Glud, er Conrector var i Vorfrue Skola, er nu Rector þar. Professor var hann ei firir 2.árum Þá eg heiman reiste; Um þau monstra er Monfrere umgietur, veit eg allz ecki, og um Gudrunu Brunkollud. er ad visu Fabula, ef þad á ad skiliast sem orden hlióda. Móder hennar hefur kannske vered háradöck, og hun velmögulegt frilluboren, og i þann máta kiend vid Modurena. Nu vil eg spyria Monfrere ad því er meira á rydur. Hvar fæeg vitam Sal. Hr. þorlaks? Eg hefi nockud extract þar af, enn er ei ölldungis fornægdur þar med. Eg true Göfug Elen Jþorlaksdotter kynni hier firir ad greida, og væri mier þá stór þægd þar ad, Monfrere á og med riettu ad hlynna hier ad, því þad er epter fiórda bodorde. Hvar er ad fá þann elldsta grallara prentadann 1594. Mier er sagt hann sie á Holum, hvad ef so er þá villdi eggefal ½rs grallara virde firir hann. Nu er hier frá ad vikia, og ad minnast á ad laugmadurinn Lauritz Gottrup i fyrra sumar afhendti mier einn Memorial ahrærande eitt og annad, hvar á medal annars hann nefner 2. presta Nordanlandz, med sömu ordum og innlagder sedlar utvisa. So þarf eg nu hier um frekare underrietting, og bid so Monfrere uppá míns Collegæ vicelögmannsens og minna vegna, ad utvega ockur þá Notitiam er eg uppá sedlana skrifad hefi. Arnor nockur Hunason, buandi ad Merkinese i Höfnum sudur, seiger ad Monfrere hafi, þá prestur ad Odda var, tekid einn pillt sier Arnori teingdann med 6 c femunum. Þegar Monfrere skipte nu bustödum, edur nockru sidar s[eiger] Arnorr ad pillturinn hafi til sin færdur vered peningalaus, og so standi þad sídan, þyker nu Arnori þetta einginn lagavegur, og sier nockud hardkeypt giört, ef hann nu skylldi med lögsoknum þurfa ad inndrifa pilltsens peninga. Monfrere mun vera so gödur, ad seigia mier i Sedle hvernig þessu er öllu hattad, því eg s. 585 hefe vikist under vid bondann ad utvega hönum eitthvad svar. Fleira er skrifverdugt sie minnest eg nu eckert, nema þad sem ölldungis ecki á ad gleymast, sem er ad óska Monfrere og hans Edla kiærustu, samt öllum ödrum kiært elskudum, hvers kyns heilla hamingiu og velferdar um öll ókomin dægur. Fyrer resten er eg alla mina daga

Veledla VelEhruverdugs Hr. Biskups Mins Mikilsvirdanda elskubrodur Þienustuskylldugaste þienare

Arne Magnusson.

Monfrere, Sa gamle Halldor Þorbergsson bidur mig i hveriu breíi ad þacka Monfrere firir sig. Nu þó eg vite ad hans dvöl á Holum sie meir firir Yckar giedgiæsku og medaumkan vid hann gamlann forlátenn Stafkarlsmann, enn firir neins manns recommendation, þá vil eg þó ei varna hönum þess ad þacka firir þad er hann i fyrstu minna orda kann adnoted hafa. Magni et boni viri nota est, succurrere iis, qvos iniqvior fortuna ex meliori loco in inferiora detrusit. Valete. Halldore bid eg ad heilsa, og lofa obrigdullt ad senda hönum sedilkorn af Alþinge.