Magnússon, Arní BREV TIL: Þorleifsson, Björn FRA: Magnússon, Arní (1707-06-15)

ARNE MAGNUSSON TIL BISKOP [BJÖRN ÞORLEIFSSON]. Vogatungu 15. juni 1707.

Trygt efter egh. orig. i AM. 451, folio. Dat. »Vogatungu i Leyraarsveit þridia dag hvitasunnu anno Xi. 1707«. Udtaler sig om Kúgilde-kontroversen. Bedømmer Jón Árnasons nye kalender (rím), som han gærne ser trykt; er derimod betænkelig ved at Jónsbók optrykkes, da så meget i denne lovbog er forældet. Forespørgsel om håndskrifter og lign.

Æru- og Elskuverde Broder.

I buninge ad skrifa Monfrere til, lyt eg fyrst til mánadar-dagsens á hans agiæta skrife er eg sidarst feinged hefe, hann sie eg ad er 13. Januarii. So tek eg þá til ad verda efadur um hvert eg skule skrifa epter so langa bid á svare, eda og eg skule látast alldri hafa feinged þetta Míns brodur bref. Epter miög stutta deliberation sie eg þad ecki ad vera forsvaranlegt, ad lata annad uppe enn satt er, Og lytst mier þvi ad agera hreinlega, og bidia umlydingar á þvi ad so leinge þagad hefi, læt eg mina afsökun vera, nockurn part margar og smáar occupationes, og nockurn part minnisleyse, þá ferder hafa orded. So óska eg þá af alhuga, ad þetta blad meige hitta á Monfrere heilann og i æskelegu tilstande, sem leinge og vel frammveiges continuere. Fretter eingar skrifverdugar tilfalla hier um platz so eg nu minnest, ef eru, þá eru þær marklausar, og berast eda borest hafa med milleferdar-mönnum, Þad Monfrere i hans goda brefe ávikur, ad bændur take fyrst abætur á gömul kvigillde, besinne sig so sidann og hallde inne leigum, skilst mier oriett vera, þvi eingenn má sialfur ganga á þann giörning, sem hann óneyddur og med fullu vite giörer, svo framt hann er myndugur til giörning ad giöra. Annars geingur þad so til hier nærre oss i þessarre qvigillda Controversiâ, ad sitt herma hverer husbændur og bændur, og kemur þeim lítt saman. Hver veit nema stutta stund þrfe á þessarre deilu ad hallda, Einn godur vinur ur Kaupenhafn hefur mier skrifad, ad nockrer ætlade sa postur þeirrar hier um utgeingnu forordningar, munde umbreittur verda, hvad ef so reynest þá skipen algiörlega komin eru, þá giörer su umbreiting, s. 597óefad, enda á allre þessarre tvidrægne, og verdur þess ecki lángt ad bída, ad menn einhveria vissu þar um fá. Eg heyre ad Rim Skolameistarans Jons Arnasonar er þrykt, þar um þyker mier vænt, og hefur alldri minn þanke vered ad sporna vid þvi, ad þad þrykt yrde, langtum helldur æstimera eg hans lærdom og Idiuseme, er hann i þessarre rimgiörd synt hefur, hvad og aller rettsyner munu med mier giöra. hitt vil eg eigi dissimulera, ad eg meina nockur dubia enn nu þurfa ad skodast, enn þau rída eigi á þvi, ad rímed sie þar firir ecke gott. Kynni og vera, ad þesse dubia kiæme af misgáninge mínum, iafnvel þott eg þad ecki ætle. Eg hefi alltid so miked ad sysla, ad ecki tilkiemst skriflega ad proponera slikt, so þad skiliest, þvi þad være mánadar erfide, hellst ef þad so skyllde giörast, ad aller skilde. Nu hefe eg ásett, ad taka aller þær minar Chartas, sem hier um eru, ril alþingis, og syna þær skolameistaranum, ef þángad kiemur, so hann sialfur yfervega kunne, hvert nockur veigur mune þar i vera edur ecke. Hvert sem er, þá hindrar þad, sem sagt er, eige, ad Rimed þar firir ecki sie gott, ad vísu um rúma tíd. Og so Monfrere siáe, hver minn þanke er þar um þá bid eg hann ad ætla mier 3. Exemplaria þar af, eitt innbunded og 2. óinn-bunden, hver eg ætla ad senda til Danmerkur, og lata igegnumskiota med hreint papir. Kynne eg fá eitt exemplar bunded sem skrifpapir være i, eda og planerad bunded exemplar, þá være mier þad þægra, þvi eg skrifa giarnann i slikar bækur med þad sama ad eg les þær. Eitt exemplar af gudspiallabokinne kaupe eg vel med, i fald mier kiæme til hugar ad vígiast, jafnvel þott þad kannske dragest fyrst Sr. Gisle vard veidebrádare enn eg um Grimseyar kall. þad hefde vered nádugt og rólegt plats firir mig til ad studera i mínum dröslum, þá þetta allt vastur være firir bí. Jonsbok gömlu fornem eg ad vera á ny prentada, þad kom mier óvart, og næsta mun (ignosce Candori meo) hvert eg ecki hefdi fra því ráded ef so nalægur vered hefde. þar er í henne margt undarlegt, sem næsta þvi er, ad alldri hefdi átt ad vera þrykt, auk helldur tvisvar, Um disparata officia kongs og biskups i Christindoms bælke, um kongs erfder (fraleitar þeim er vær og vorer forelldrar firir laungu höfum uppá svared) i sama Kristindoms bælke, Item um kongskosning, er hvergi á nu heima og ecki hefur átt i langa æfe. Hier firir utan er á dreif um bokena þad, sem eingann veigen accorderar med þessum tídur(!). kongur med bestu manna rade giöre þad eda þad. Ad eg ecki reikne upp mikinn part bokarennar, sem nu er under lok lidenn, so sem utlegd firir manndrap, Vogreks Capitula, etc s. 598hvad ed standa vard i þeim exemplaribus sem allareidu voru utgeingen in vulgus, enn þarflaust synast skyllde ad duplera Exemplaria þar af. hvernig sem þessu öllu er nu vared, þá bid eg Monfrere þó, ad færa med sier til Alþings (Eg heyre med glede ad hans sie þangad von) 2. Exemplaria óinnbundin af þessarre editione, þvi fyrst hun er klár á annad bord, þá vil eg kaupa þau, med þvi bokin er gömul, og eg sanka þvilikum sökum, enn þá þeim þar af, er eg kynni ad missa. Eg skrifa nu þetta bref i nockud tæpu tome medal margra annarra anna, þó so eg alldri skule skrifa Monfrere til, so ad eigi sie þar i um antiquitates, þá læt eg þetta epterskrifad hier i haste innfærast: Göfug matrona Elen Þorlaksdotter, hefur láted seigia mier af Halldore Einarssyne, ad til Monfrere leverad hafe (eg skil nylega) bok, sem hun mier ætle, og hafe Monfrere i ráde mier ad senda. So bid eg þá Monfrere vinsamlega ad láta þessa bók (hver sem er) eigi gleymast, þá sig til þings byr, so eg kunne vid sagda matronu þacklátur finnast. Sr. Jon Torfason á Breidabolstad liedi Sr. Þordi Oddzsyni, á Völlum i Svarfadardal, þá hier sydra var, qver in octavo med hendi Sr. Torfa i Bæ, hvar i nefndur Sr Torfi (þá domesticus Mag. Bryniolfs) skrifad hafde Copier af nockrum Mag. Bryniolfs brefum i Latinu skrifudum ad exteros. Þar var og i Elegans Oratio Latina er Mag. Bryniolfur hiellt þá Fridericus III. hylltur var. þessu qvere skilade Sr. þordur ecki aptur, enn sagde Sr. Jone, ad hann þad lied hefde Monfrere, þá i Odda prestur var. Nu bid eg Monfrere þienustu-samlega, ad láta leita hiá sier i öllum skotum og kimum epter þessu qvere, og liá mier þad ef finnst, Eg skal þvi, ad vísu, aptur skila (þvi hver á vid sinn sala) þad fyrsta eg þad gegnumskodad hefi, sem snart kann skie. Sie þad ei hia Monfrere (sem eg þo varla umefast get) þá bid eg ad epter því mætte inqvirerast hvar sem i hug kiemur, þvi mier liggur nockud á ad líta þar í, Og er þad lucka þeirra er þad geyma, ad eg eckert kann í galldri, þvi eg munde, kannske, annars seida þad til mín, vel ef ecki geymslumennena med, Lögmadurenn Sigurdur Biörnsson hefur 1698 lied Monfrere bok, innehalldande Vilkins maldaga Item adskilianlegt um Videyar klausturs-, Skalhollts- og Hola-stada-iarder. Þad sama qver hefi eg af lögmannsens alfu leyfi fyrer ad skoda ef Monfrere á hallded hefdi, og þvi er mín aludarbón ad sögd bok mætti med Monfrere á næstkomande Alþing fylgiast, mier til yfirskodunar, Kynni eg þá þó ad fá hana þar strax Monfrere aptur, i fald ad eigi til fullz brukad hafe. Og hier til vil eg mig forláta, þvi þad er þó Monfrere án baga, s. 599hvernig sem velltest. Være og Sigurdar registur, þad sem Holastad fylger á membranâ 4to. ecki ofmikill birdarauke i ferdina‘ þá beidde eg Monfrere ad taka þad med til augnabliks yfirskodunar, enn ecki til ad taka þad ur Monfreres tiallde, nema ef skie kynne um stund af deige, Og kynne þad eins gott nordur aptur fara. Hier med enda eg nu ad sinne, óskande Monfrere af alhuga, og öllu framar, allra heilla lucku og velgeingne um öll ókomin dægur, ad tillagdre minne þienustusamlegre qvediu-sendingu til Vededla hustrur Þrudar Þorsteinsdottur samt Göfugrar matronu Elenar Þorlaksdottur med aludar þacklæte firir allt gott.

Vester Totus
Arne Magnusson.