Danmarks Breve

BREV TIL: Björn Þorleifsson FRA: Arní Magnússon (1708-05-06)

ARNE MAGNUSSON TIL BISKOP BJÖRN ÞORLEIFSSON. Skalhollte i haste þann 6. Maii 1708.

Tiykt efter egh. orig. i AM. 451, folio. Mr. Beyer er udsét til at være amtmands-vikar m. fl. nyheder. Benedikt þorsteinsson, som søger om Tingøsyssel, har til stiftamtmanden angivet forskelligt om biskoppen; A. M. véd vel, at alt ikke er som det burde være, men mener dog han kan være forholdsvis rolig. Specificeret anmodning om håndskrevne sager.

Veledla Vel Ehruverduge Hr. Biskup, Æru- og Elskuverde broder.

Mitt Sidarsta var daterad 3. dag Jola næstlidna. Sidan hafa ad sönnu ferder orded, enn eg þá annadhvert vered hindradur eda eckert haft ad skrifa. þess á mille hefi eg þann 15. Martii medteked Mins brodur agiætes tilskrif dat. 13. Februarii, hvar firir þienustusamlega þacka. Nu óska eg, ad þesse minn Sedill finne Monfrere heilann og heilsugodann, læt hann iafnframt vita, ad mier lídur meinalaust, So er og eckert sierlegt friettnæmt hiedan ad skrifa. Þad nyasta er, ad skip eru komin i Hafnarfiörd og Holmenn, seigia þau frid og árgiæsku ur vorum löndum, Gude sieu þacker. Amtmadur kiemur ecki i sumar, og líkast ecki hiedan af, Meinast ad Monsr Beyer verde hans perpetuus vicarius hier. Hallgrimur Jonsson fra Berufirdi hefur feinged bref firir Rectoratu á Hólum og er mier þad kiært, og so þikist eg vita ad þad mune Monfrere og vera.

Benedict Þorsteinsson fra Bolstadarhlíd hefur sokt um Þingeyar Svslu, var ei utgiört hvad þar uppá svarast munde, þá Mitt bref, hvar ur þetta er, var skrifad. Fyrer nockrum dögum skrifadi eg lögmannenum Pale Jonssyne til, enn var þá so naumt vid látenn, ad eg gat ei teiknad Monfrere Sedilsord, Mig gillte og eins hverium yckar eg skrifade þad sem nu kiem eg til, Amicorum n. omnia communia. Þad eg skrifadi var um nefndann Benedict Þorsteinsson, hann hefur (sem mier er skrifad) i vetur teked sier mann i stack, og angefed um Monfrere posta nockra 13 ad tölu firir hans hói Excellence Stiftbefalingsmann enum. Ecki veit eg eigenlega hvar i þetta skal bestanda, þó munu þessar Postar utanlandz algeingner ordner, þvi mier er lofad med sidare skipum Copie þar af. Jon Torfason er mier sagt vered hafi med i þessu verke, hvad ef satt er, þá er hann dygdarmadur, mót margfölldum godgiördum er mier er sagt Monfrere hafe láted framm vid hann koma til forna. Eg bad s. 603 Hr. lögmannenn P. J. W. tilkynna Monfrere þessa sögu, og seigia þar hia, ad ecki tioade ad qvída okomnu, Ur þvi er ad ráda sem komcd er, seiger hann þess á mille. Eingenn ætla eg glediast mune af Monfreres motkaste, helldur þyker mier likast ad aller goder menn mune þvi adhlynna sem riettast þyker Og þott eitt hvad kynne mannlegt vera, þá er likast ad hver siáe sialfann sig, Allareidu hefi eg minnst á þetta vid Monsr. Bejer i brefi mínu, og er eg viss um, ad hann i eingann máta sæker Monfreres skada, iafnvel þott kannske hönum þyke missmide á einu eda ödru. Eg taledi vid hann næstum á Þingvöllum, og gat eg eckert i hans tale funded þad sem ecki være gods manns. og so hefur mier hann iafnann virdst, sidann vid hann kyntist. Ætla eg Monfrere giöre ecki illa, ef hönum vid leilighed hier um tilskrifar. Hier um skrifa eg nu ecki fleira, hellst þar eg ecki veit hvar um þesser godu Postar eru. Torfi Palsson (fra Nupe vestur) hefur i vetur sokt um ad vera Vicebískup hier á lande, feinged nei. Annad man eg nu ei af utanlandz friettum sem oss komi eiginlega vid. Nu kiem eg, ad vanda, til minna eigen bedrifta. Þad er fyrst um Sturlunga Sögu in 4to med hendi Biörns á Skardzá, þá sem Monfrere tok hia mier i fyrra á þingenu, enn hiet mier henne þó aptur. Være þad nu Monfrere bagalaust, þá beidde eg um hana aptur á alþing, Enn eg gef Monfrere giarnann adra goda bok fyrer hana utanlandz fra ad vore ef lifum, og kann Monfrere hana med nafne ad nefna. Um Jon biskup Halldorsson i Skalhollte, minner mig eg sæe þar firer nordann (þa eg hafdi þa æru ad vera á Holum) þátt lítenn, man ei hvert þad var i bok nockurre Jons þorlakssonar eda annarre. hann villde eg firir hvern mun uppskrifadann fá i 4to, accuraté qvoad singula verba. Eg hefi nockud þvilikt, enn þar vantar vid sem mier synest, og vona eg ad geta fyllt þad hedann. Pontus Rimur tvær (þa 14du og 15du) ordtar af Sr. Olafi á Stad i Steingrimsfirdi, sá eg þar á Holum ad vísu, þar i er öll ætt Magnusar Jonssonar i Ögre. Item minner mig um Falkann, insignia Svalbirdinga, og þvi villdi eg giarnann þessar 2 rímur fá. Þó liggur mier ecki so miög hastugt á þvi, ef annad være naudsynlegra til verka þeim er annars skrifa ætte.

Declamatiur giördust fyrrum á Holum (præeunte vel certe jubente Monfrere) de præstantiâ qvadrantum Islandiæ. Eina true eg mig þar af sied hafa, sem var um Sunnlendinga fiordung, og var (ef eg riett til get) hennar fader Halldor Þorbergsson. Hinar villde eg giarnann fá ef til være, og þar um bid eg s. 604 Monfrere. Holadomkirkin Rekaskrá syndi Monfrere mier i fyrra á þinge. Voru 7 blöd i 4to óinnbundin, Item þar innani lögd 2 blöd sundurlaus af ödru slage. Hana bid eg Monfrere ad liá mier á Alþinge til snöggrar yfir skodunar, og skal hun strax þadan til baka sendast. Enn firir fram bid eg Monfrere grandvarlega ransaka láta allt Dómkirkiunnar archivum, ef skie mætte ad medal annarra documenta læge nockur blöd fleiri ur þessarre reka skrá, so eg hana til samans, so goda og vonda sem hun er, siá kynne. Þessu bid eg Monfrere vera so godann ad gleyma eigi, Enn eg þiena hier á mót þar eg kann. Um innehalldz(!) brefs míns þess i vetur, er eg sendi med Eyolfi Einarssyne, vil eg eckert itreka, þar Monfrere mig um Hans greidleika i þeim efnum forsickrar, Og þott hann þad ecki giördi, þá þecke eg samt hans godan vilia til mín. Kirialax Sögu á eg i skrife hia Gudmundi Sæmundzsyne i Mideinge (kannske ad nafne kunnum). Nu frette eg ad hann er ridinn vestur under Jökul, enn hann hafde lofad mier sögunne á Alþing. Svike hann mig ei alsendes, þá skal Madame Elen Þorlaksdotter þar med fra mier uppvartast. Og hvernig sem verdur, þá mun hann þó sidar þar med buenn verda einhvern tíma, Og kiemur hun þá i haust Nordur med logmanne Widalin. Monfrere, hefur hann ecki tilforna transfererad i Latin Kristindoms Sögu, eda Hungurvöku, eda hverttveggia? þad er so sem mig grille i eitthvad þvilikt. Responde, og hvar þetta sie aforded ef nockud vered hefur.

Nu lídur á brefsefned, Enda þore eg ei ad uppehallda pilltenum, sem þetta á ad færa sudur á Alftanes i veg firer vermenn, eda og koma þvi á Hvalfiardarströnd, Eitt er til baka sem ei má gleymast, þad er ad óska Monfrere, hans Vel Edla hustru og Madame Elenu Þorlaksdottur hverskyns heilla lucku og vel farnanar um tid og eylifd, Eg er alla daga

Mins Æruverda brodur þienustuskylldugur þienari
Arne Magnusson.