Danmarks Breve

BREV TIL: Björn Þorleifsson FRA: Arní Magnússon (1709-06-15)

ARNE MAGNUSSON TIL BISKOP [BJÖRN ÞORLEIFSSON]. Kaupenhafn d. 15. Junii 1709.

Trykt efter egh. orig, i AM. 451, folio. Forbereder sin afrejser til Island, men håber dog at kunne vende hjem til efteråret. Giver embedsudnævnelser m. v. Udtaler som sin mening, at en retssag om trykkeriet på Holar mod Brynjolv þórðarson kan være tvivlsom. Udbeder sig Hola rekaskrá til afskrift.

Vel Edle Vel Ehruverduge Hr. Biskup, Æru og Elskuverde broder.

Eg óska af hiarta at þetta finne Monfrere heilan og i godu s. 605 velstande, þackande þessu næst fyrer tvö ágiæt tilskrif i haust ed var medteken, saint þad þvi eina þar af fylgde. Eg fyrerverd mig ad taka a móte soddan óforskulldudum höflegheitum, hellst þar ecki neytur er til neinnar þienustu hier á móte. So skal þö alldri vilian vanta. Frettum öllum verd eg ad sleppa, naums tíma vegna, þvi Monsr. Skieving ætlar snarlega burtu, enn eg ætladi hann par daga bída munde. Þær sem eru, munu og nu alkunnar ordnar. Monfrere má, firir guds skulld, ei verda reidur, ad eg ecki skrifadi med Hofsoss skipe, Eg gat þad sannlega eí, þvi eg var þa staddur i stærstu occupationibus, og næsta þvi geíngur mier ennnu so. Eg er og ad bua mig til ferdar med sidarsta Eyrarbacka skipe, þó i þeirre von ad reisa af landinu i haust til baka, Veit eg varla livar su min siglíng verda mune; þætti þó likast i Hofsós, og vinn eg þad þar vid, ad tala vid Monfrere og hans Göfugu hustru, ef so skyllde firir mier afrádast. Er mier og sialfum her um hugar hallded. Þetta vil eg alleina af frettum seigia, þvi þad mun ei til eyrna borest hafa. Um þingeyar Syslu hafa i haust ed var Supplicerad Eyolfur Einarsson, Benedict Þorsteinsson, Sigurdr Einarsson. Eingenn af þeim hefur hana enn nu feinged, og eingenn fær bref firir henne i ár, sökum vors kongs burtveru. Eg meina henne næstur verde Sigurdur Einarson. Las eg med athygle Sedil þann er Monfrere kastad hafdi inn i hans sidarsta bref, um þessa Competentiam. Hier med fylger Copie af Póstum Benedix Þorsteinsonar, iafnvel þott eg vita þykist ad Monfrere þá fyrre hafe. Torfe Palsson ur Dyrafirde hefur og i vetur eitt og annad angefed um Prestakallaveiting á Islande, og þar á medal annars talad um at Magnus Olafsson ecki hafi matt fá Stad í Hrutafirde, enn þangad hafi Collationeradur vered ólærdur madur, sem med vínnumensku hafi gleymt þvi hann lært hafde. Þad Monfrere um prentverked skrifar, veit eg varla hveriu til skal svarast. Ecki er hier neinstadar ad fá testamentum Hr. Gudbrandz, enn á Islande ætla eg mig þvilikt sied hafa, og mun þar i standa (ef mig riett minner) ad Pall Gudbrandsson skule taka prentverked og bruka, ef hann menning þar til hafe, annars skule þad á Holum forvarast, efterkomendum til brukunar. I ein hverre Alþinges bok hier um fra 1640— til —49 stendur ad Hr. Þorlakur hafi sig firir spurt i lögrettu, hvert hann skylldugur være þetta prentverk ad betala, hvar uppá mig minner svarad sie, at þeirra þanke sie Nei. Eg hefi eí þingbokina hia mier, og þvi get eg ei frekare grein hier á giört. Þetta synest nu ad vera pro Holakirkiu, so vítt sem þad tekur. Nu kemur á adra s. 606 sídu Kongsbrefed 1685 sem leyfer Mag. Þorde ad leysa þetta prentverk af samörfum sinum, og færa til Skalholltz, Monfrere vill seigia þad sie med oriettre underrettingu utvegad. Eg læt þad so vera, sem þad er vaxed. Samt er þad æred stort præjudicatum i málenu, á móte Monfrere. Nu kiemur enn þa enn stærre hnutur, þad er Contract yckar Bryniolfs Þordarsonar. Hvernig kanntu fra henne ad gánga? Þu villt seigia, Eg var ei þá so informeradur i þessarre Controversia sem nu er eg, og ætlade eg þá Jus Sal. Mag. Þordar ad hafa vered miklu stærra til þessa prentverks enn eg nu er ad raun um komen. So kynne þetta vera. Enn eg sie ei þó ad þetta kunne i allann máta ad hialpa. Annad mál er, ef prentverked eigi er so fullkomed, sem Bryniolfur þvi lofad hefur, þad vill vel skerda Summuna. In Summa. Hier eru á badar sidur þau dubia sem giöra maled nockud intricat, og villde eg á hveriga siduna vedia um vinning ef þad fyrer hædsta rett kiæme, Enn firir öllum ödrum Rettum ætla eg ad þu, Monfrere, tapader, sökum Kongsbrefsens. Ef so tilaxlast ad vid finnumst, þá mun hier um fleira munnlega rædast kunna. Monfrere, Ef viss ferd verdur Sudur á land nærre Skalhollte, þá giör vel ad senda mier til láns þá Hola-Rekaskrá er þu mier fyrrum synt hefur a membrana 4to. Eg vil lata hana uthripa medan eg er i landenu, og skal eg so annad hvert færa þier hana sialfur nordur, eda fá Pale lögmanne i hendur þa vid i haust skiliumst, Enn ad vísu ei ur landenu hafa. Giör so vel ad þeinka til þessa. Eg man nu ei hvad tilbaka sie, sem endilega þurfi ad skrifast, ad þvi frateknu, ad eg af hiarta og med hende óska Monfrere, hans Edla hustru og Ehrugöfugre Vermodur allra heilla, lucku og velgeingne i Jesu nafne, verande alltid

Monfreres þienustuskylldugur og þienustuviliugur þienare

Arne Magnusson.