Danmarks Breve

BREV TIL: Arní Magnússon FRA: Björn Þorleifsson (1705-05-18)

BISKOP BJÖRN ÞORLEIFSSON TIL ARNE MAGNUSSON. Hoolum d. 18. May Anno 1705.

Trykt efter egh. orig. i AM. 451, folio. Adr. »Vonandi ad Skálahollti«. Besvarer A. M.s brev af 31. marts. Ønsker udlånte sager tilbage. Forsvarer sin behandling af drengen Sigurd (Helgason) og beklager, at A. M. har ilde optaget hans brev fra Skard, og tager afstand fra lagmand Gottrup. Gentager i en efter skrift sin bekymring.

Vel Edla haalærde Hr. Archiv Seereterer, Allrar æruvirdandi astvin sem bróder.

Myns veledla bródurs æskelegt breffs avarp aff dato d. 31. Marty, enn mier innhendt d. 5. May, hefi eg þijdlega ad þacha, og i firstu osha eg aff hug og hiarla þetta mitt lijtelfiörlegt missive finna mætte minn bródur i sialfakíósanlegu velstandi. Enn hvad Monfr. aminnest, ad ei stunder hafft hafe mier andsvara af alþ., er eg so vorkunlatur sem sá, er vita þykest, hvad brefa anner utkrefia. Eyruen var mitt revers i gódre hendi, og tel eg mig klárann vid þad, þo Monfr. giefi mier ei qvittantiu þar upá, enn hier þijkiunst eg eiga ad byta vid bródur, og J)o lögleysa heyta mege, læt eg þolenmædena heita rentuna. Gamle grallare s. 611 er allt betaladur, og klárt er þad, so Monfr. skal ecki þar um sijsla þurfa. Monfr. minnest a Sturl. sögu med hendi B. a Skardsa; hana kann hann sijdar eignast, nær iferlesen er og confererud med þeirre effter henne skrifudu. Um sögubækur vardar mig miög lijted, eynkum þær bágt er ad flitia, langtum þægara være mier ad faa dröslur mijnar hia Monfr. in 4to hvor(!) eg veyt honum þarflausar, enn mier til nochra nytia vera mega. Saga aff Vemunde og Vijgaskutu, Svarfdælu so vijtt etc., var hia Seignr. Jone Thorlakssyne sijdast eg tilvissi, og þad med hendi sr. Jons i i RVillingh. Eingen sögu eda annalab. Monsr. Jons Thorlakssonar er nu til baka hiá mier, og þad leinge sijdan. Hvad Sr. Jon Thorfas. hefur sagt um bókarlán brefa sal. Mag. Brynjulfs in 8vo til sal. Sr. Þordar, og hanns til mijn, med hendi Sr. Torfa, Kannast eg so vitt, ad eg sa hana um stund i Kaupenhaffn hia Sr. Þordi, hvöria hann aptur til sijn tók, var þad lijtelfiörlegt skrædutetur roted, innsaumad i fued pergament, so ungefer upá 14—16 örk, Ei man eg hvört þar var i oratio ad Fridericum III. Hitt minnest eg, þar voru nochur breff til sal. Brochmans, og sierdeyles hugul recommendatia Sr. Magnusar a Breydabólstad; effter þessu rotnu kvere vil eg lata inqvirera i sterbboe sal. Sr. þordar, asamt ödrum þeim bókum eg þar i láne átte, þvi þeim guds manne var stundum giarnt slijku hia sier hallda leingur enn skiemur. Firer paska reglurnar vil eg giarnan hafa þachad Monfr., þo eg tvijladur sie, ad med ollu vite fra þeim fare, þo sampt ad eg ei verdi eirn a svelle, vil eg vita, hvört mier ei tekst ad æra einhvörn med mier, sc. sr. Jon a Mirká, er mijkell rijmspiller hia Jone Skm. alltijd.

Furdar mig a andsvare sr. Biarna um umbod Sigurdar, og villda eg giarnan hafa vid hann talad bædi um skipte þaug og önnur ochar i midle. Enn eg iata, ecki a barned ad giallda trugyrne minnar vid trigdarhægann, og er best hvör eige vid sinn sala, og skal eg barnenu sann sia, þvi ei var þad eg med honum fech neyrn abáta peningur, firer utan eitt sexmannafar, sem eg liet bruka, nær firir sunnan var, upphæden var hier um 6 c. Og ei vil eg vita skada pilltsens af mynum völldum. Uppa sydare posta Monfr. breffs leyfer mier nu ei naumur tijme so skilmerkelega svara, sem annars giarnan villdi; skal bætast a alþ. (lofi Gud), eff ei munnlega (sem þo vona) þa skriflega. Enn hvad Monfr. hefur mátt stiggiast vid breff mit fra Skardi, villda eg giarnan afbidia, og viliandi ordsök ei tilgiefa nie giefed hafa, helldur iferdrepskaparlaust bróderne hallda vid Monfr., medan kostur er, þvi heimschur mætte sa vera, sem vinna villde firir s. 612 eíns manns gunst (hvor þo er ecki nema hisme og hiegómenn einber) ad hafa alla þa sier i móte, sem mest arijdur hier i landi og Monfr. upptelur. Þessvegna bid eg enn sem firre Monfr. villdi mig ölldunges þar uti afsakadann hafa, helldur þann æstimera, sem Monfr. gott gied bædi vil amplectera og colera, hvad eg enn vona faa mege, þo mier þyke i sum bijsna diupt vid mig a arena rised. Þvi alldre var nie er min þánki ad vitnesburdur Lm. skylde verda nochrum ad fótakefli auk helldur falli, og ecki a eg þar eitt ord i, og hvörke sr. Thorlakur Skulason, nie sr. Þorvardur (Þijnge. soknarpr.) hafa þar underskrifad, hvörier þo mundu, ei sydur ödrum, míer hafa þad effterláted framme-stödulaust, eff nochurntijma þess leytad hefdi. Nu verdur Monfr. ad hafa þad i höndum vid mig, sem hann sier med riettu mig i þessu forskuldad hafa. Og brijt eg hier bladi ad sinne, enn bid Monfr. þetta so einfalldt i tæpasta tóme vel upptake, befala honum so ad endingu naadenne drottens med aludar heilsan minne og minnar kiærustu og bestu óschum finst

Vel Edla haalærds Hr. Archiv Secreterans Mins allraræru-virdandi bródurs þienustu reydubunasti þienare

Biörn Thorleyffsson.

P. S. So sit eg agndofa ifer Monfr. brefi og so aflar þad mier mykellrar ahiggiu framar öllum ödrum eg ádur feinged hefi, ad varla veyt hvad eg skrifa. Og nu er riett mælt 10000000000 Adieu Monfrere.