Danmarks Breve

BREV TIL: Arní Magnússon FRA: Björn Þorleifsson (1710-01-26)

BISKOP BJÖRN ÞORLEIFSSON TIL ARNE MAGNUSSON. Hoolum, d. 26. January, Anno 1710.

Trykt efter egh. orig. i AM 451, folio. Adr. »a Skalahollt«, med A. M.s påtegning: Medteced 2. April«. Meddeler branden på Hólar 18.—19. nov., hvorved den nyopbyggede bispestue ødelagdes og et pigebarn indebrændte, ligesom også bogtrykkeriets matrice-skab og nogle brevbøger mistedes.

Ædla haalærde Hr. Archiv Secreterer, haattvirdande hiartansbróder.

Med nyum tymum, nyar heiller!

Þess óskar synum Hr. bródur sa, er alf einlægu giede vill þetta blad hann med akiósanlegu velstandi hitta mætte. Eche ætta eg ad gleyma tilskrifs sydasta þachlæte, samt godgiördum vid tialldmann Jon G.s. Kom hann riett til passa og fech þacharverdan vidbæter (ad forlage þinu) hia logm. bródur ochar. Hier i huse lydur effter Guds vilia, so vær lifum enn þa vid somu heilsukiör og hyngad til, jafnvel þo kvillasamt hier framar veniu vered hafi a umlidnum vetre. Auk þessa fiell hier uppa vofveiflegur elldskadi a nætur tyma, sem ei stod ifer nema eyna eikt millum þess 18. og 19. 9bris, enn so giörsamlega biskupstofuna hier ad Holum (hvoria ad grunne med merkelegum fekostnadi hafdi uppbiggia lated firer fáum arum) so consumerade med öllu þar inneverande, ad nære öngvu biargad vard, enn þad lyted sem fanst, var allt fordiarfad, voru þar þo til hialpar ifer 90 manns. mun sa skadi ei minna hlauped hafa ad alite kunnugra enn til 1000 rda verdaura. Hvörke eg nie Þrudur mín vorum þar inne, nær þetta tilkom, og met eg skadann ei so mykels, sem lyftion eins (!) 8ta vetra gamallrar barnkindar, er elldurenn þar öllum ovitandi a loftenu steykti. Þionustustulkur nochrar komust þar nidur troppurnar og ut dirnar med stærsta lyfsfáre, s. 616 enn Jomfru Jórun Skuladótter skreid ut um eit vindauga a lofftenu, sem eg hafdi i sumar ed var a hiörur setia láted; var þad hennar lucha og glede annara hennar velunnara. Auk annars, sem þar inne brann, var matrice-skapurinn og brefabækur mynar nochrar, sakna eg stórum hvorstveggia, og ei mun íslendinga þurfa stórum hrilla vid prentudum bokum hier a landi upp-hiedan; þo hefi eg ahætt en þa seirna postillupart Hr. Gisla, hvorn allmarger hafa aff mier faa viliad, sydan utgengner voru, enn hvor effecten verdur, giefur tyden. Eg hafdi ad sönnu i raade ad láta þrichia Grallarann, enn þa adfram kom, fann eg mig ecke so notnaryckann, sem annars med þurfte, vard þad þvi af ad slást ad þessu sinne. Undrar mig, hvad Monfr. tregur er mier aftur senda þunna kver mitt i 4to, er eg imot margfoldu lofordi munnlegu og skriflegu ad mier skiladest i godre tru firer morgum arum lied hefi. Nu veit eg Monfr. a allar þær dröslur, sem þar eru, þvi sydur skil eg hans tilgang þessu leingur hia sier hallda. þess unga Kusa (ut ajunt) angefningar postum hefur Monfr. mier lofad asamt sinne beþeinkingu um prentverked framveiges, hvórt nu synest forgefens tilhuxun, nema frekar mege finnast af matricerner en komed er, nær uppleyser, þvi straks efter þennan skada komu bæde snioar og frost med afredum, so i samfelldar 6 vikur sa hier ut til stór hardenda, hefde Gud ei giördt gódann bata med midium vetre; höfdu þo marger logad synum kvikfenadi. Vilia þvi vermenn flyta ferd sinne og voga eg þeim ei leingur til hlutamissers uppehallda. Eg ad endingu befala Monfr. med öllu þvi hann vel vill under Guds födurlegt miskunarskiól med aludarheilsan vor fiormenningana hier i huse til Monfr. og þachlæte med langiædrar luchu óskum mins velædla Hr. brodurs. Hans audmiukur vin, broder og þienare

Biörn Thorleyffsson.