Magnússon, Arní BREV TIL: Þorsteinsson, Hjalti FRA: Magnússon, Arní (1701-05-20)

ARNE MAGNUSSON TIL SOGNEPRÆST HJALTI ÞORSTEINSSON. Hafn. d. 20. Maii 1701.

Trykt efter egh. orig. i AM. 410, folio. Udskrift »Ehruverdugum Heidarlegum og Miögvellærdum kienne manne Sr. Hiallta þorsteinssyni, Soknarpreste ad Vatsfirde vid Isafiord.« Önsker Vatnsfiord-brevene — hvoraf nogle er besørgede — i afskrift eller til udlån.

Heidurlege Miögvellærde kiennemann Mikils virdandi vin,

Eg þacka ydur aludlega fyrer alla forna og nyia vinsemd, samt tilskrifed i fyrra og þad med þvi fylgde vil ydur alltid þar á möt til þienustu vera. Efter ydar Confirmation i Cancellienu spurdi eg nu firir par dögum, og var hun þar ei, þvi mun Isafiardar kaupmadur hana óefad med sier teked hafa. Ecki hefi eg neitt enn nu prenta láted þad verdt agte ydur ad senda. Eitt chronicon Danicum gamallt Latinè hefi eg vel lated utganga, enn eg hefi nu eckert exemplar þar af innbunded, skal ad áre koma ef umhirded. Pantaleonis Heldenbuch þarf eg ei, samt er eg ydur obligeradur firir þa umhyggiu. Þaug blöd af saungbokum gömlum, er umskrifed, þæge eg vel ad siá, ef ómaks-líted være, þad kann henda sig ad þar i eitthvad nytanlegt fynn-ist. Eg vænti nu i sumar utskrifta af þeim Vatzfiardarbrefum er i fyrra epter urdu. Eg sie annars ad i þeim utskriftum er eg i fyrra feck, er eitt og annad forsied, so sem i Sveins biskups. 1473. Vitkin var forverare, mun eiga ad vera Vilkin. So er i Skeggia Elldjarnssonar etc. 1382 meir enn i einum stad ábotavant. Nu villdi eg óska ad þier i Sveins biskups brefi gaumgæfilega efter siá villdud hvört þar stendur Vitkin eda Vilkin. Og hitt bref 1382 mier i sumar in originali liá, sem og eirnen Gauta erkibiskups bref 1507 i latinu, skulu þaug ad áre obrigdullt aftur s. 633koma. Er þetta eckert vogunarspil, þar i ár allt fridlegt er uppá vora sidu. Og villdud þier mier fleíri af brefunum in originali senda þá mínkadi þad ydar omak, enn væri mier meiri þága enn ad þier þaug uppskrifa villdud. Og skulu eingin þeirra yfir einn vetur hia mier bída. Eg forlæt mig alltid til ydar vinsemdar, Enda so med allzkyns heilla óskum, og er alltid

Ydar þienustusk. þienare
Arne Magnussen.

Brodur ydar Sr. Eiriks Þorsteinssonar Confirmation tok eg i Cancellienu, bid ydur henni vid leiligheit til hans ad koma.