Danmarks Breve

BREV TIL: Hjalti Þorsteinsson FRA: Arní Magnússon (1708-02-24)

ARNE MAGNUSSON TIL SOGNEPRÆST [HJALTI ÞORSTEINSSON]. Skalhollte, d. 24. febr., Anno 1708.

Trykt efter egh. underskr. orig. i AM. 410, folio. Udbeder sig, med henvisning til sit brev fra 1705, at få dokumenter til låns fra Látrar, hvor det dog er bedst ikke at nævne A. M.s navn på grund af hans forhold til Magnus Sigurdsson. Anmoder om eftersøgning af opuscula antiqvaria, som A. M. til høj pris vil købe, og håndskrifter fra Vestfjordene.

Ehruverduge Vellærde kiennemann, Ævirdande góde vin!

A næstlidnu vore skrifade eg ydur sedelkorn til og liet þar med fylgia kver þad, er fyrrum ydur lofad hafde, vona þad muni frammkomed vera. Nu þar svo bryn ferd fellur hier á mille, þá hugsast mier til ad ávarpa ydur á ny og endurnyia þad erende, sem eg i nefndu minu brefe umgat, item 1705 umskrifade, nefneliga ad utvega mier i Látrum til láns gömul bref edur copier þar af. Ahrærande þau gömlu brefen, þá skrifade. Syra. Vígfus sal. Gudbrandzson mier skömmu firir hans dauda, ad ecke være þar epter gömlum brefum in originali ad leita, enn um utskrifter af þvilikum gömlum brefum villde hann ecke firir synia. Eg þyckest og næsta þvi viss um, ad þvilikar utskrifter muni þar finnast, þvi eg hefe feinged firir nockrum árum frá einum gódum vin excerpta ur svoddan documentum, sem sá sami þar uppteiknad hafdi, og læt eg þau hier med fylgia til synis. Nu vil eg bidia ydur vinsamliga ad fresta ecke þessarre inqvisition, þvi nu er svo ástadt hiá þvi fólke, ad documenten kynne snart koma i annarra manna hendur, og þa óhægra epter ad ganga. Yrde og firir ydur annálar, ættartölur, commentarii yfer Eddu, fornyrde nockur, edur hverskyns önnur opera vel opuscula antiqvaria skrifud, epistolæ doctorum virorum eda annad, sem þiena kynne til historiam literariam, þa være mier stór þægd, ef þvilikt giætud til láns feinged, svo eg þad sidan siá kynne. Enn hier vil eg ecke gleyma ad mentionera, ad eg veit ecke s. 634 hvert þad stórum skyllde promovera þetta erende, ad folked af ydur heyrde, ad þesse commission være frá mier, þar þvi kannskie eitt og annad þyker ad minum bedriftum i vidureign ockar Magnusar Sigurdssonar. Ætla eg því hentast, ad þetta erende geinge under ydar eigen nafne. Sra. Vigfus Gudbrandsson (sem janfliga hiellt correspondens med mier i þessum efnum, og þad vingiarnliga) skrifade mier í sumar, ad nockrar af sinum sögum enn nu være þar vestra og lofade mier med tid registre þar uppá svo vel sem upp á þær, er hiá sier hefde, enn hann endtest ecke þar til. Nu vil eg med ydar leyfe auka þvi á þá fyrri commission, ad bidia ydur ad utvega mier registur skilmerkeligt yfer þær sögurnar, sem til baka eru ordnar þar vestra, og villde eg giarnan hvert eitt volumen specificeradest sier i lage, og segdest þar híá i hvada forme hvert eitt er. Giöred vel ad bidia mig um einahveria ydur þienanliga bók, og skal hun til verda firir þetta ydar ómak. Sieu á medal þessara Sra. Vigfuss bóka eínarhveriar skrifadar materiur adrar enn sögur, þá bid eg, ad þær sömuleidis meige standa i þessu registre. Giætud þier og komed svo fram ydar hluta ad kaupa af folkinu allt þad af þessum Sra. Vigfuss skrifudu bókum, sem ecke eru sögur (þvi þær hefe eg sjálfur nægeligar), þa skal eg uppá æru og tru betala ydur ydar verdaura i gódum specie rixdölum, og þad enn þá þott þetta, er keyptud, kynne vera mier ad litlu edur engu gagne. Þætte mier þvi betur, sem þier fyrri riedud hier ad, þvi opt er periculum in mora, og bækurnar, svo sem sagt er, kynne snarliga ad tvistrast ut og sudur, og yrde þá snacks vinna ur öllu. Þad veit eg (ad sögn sannligre), ad i Vatzfirdi var fyrrum Edda (eg veit ei vist, hvert Sæmundar edur Snorra, svo kalladar) med utleggingu einnehverre þar yfer, item annad fleira vidlikt. Var þetta med hende Biörns á Skardzaa i 4to, og hafdi bokina til forna att þorstein Þorleifsson á Videvöllum, sidan þormódur Thorfason, og hann feck hana Sra. Gudbrande sal. i Vatzfirde. Sra. Vigfus hafde lofad mier til láns einne bók i 4to, skrifadre med hende Biörns á Skardzaa, hvar á være: 1. nockud um Saturnum epter fornum frædebokum uppteiknad, 2. Snorra Edda, 3. Fragmenta einhver. Veit eg ei, hvert bókin er hin sama eda önnur, enn firir hvern mun villde eg þessa bok fá i hendur, ef möguligt være, eda bækur, ef tvær være adskildar. Være þær og til kaups ad fá, þá villde eg þær betala, etiam iniqvo prætio. Gullkárs liód atte Sra. Vigfus, hverra upphaf skal vera: Nefnt hafa ytar Eirek konung, þann er fyrre ried fyrer Gricklande. Þad fræde villde eg giarnan uppskrífad fá, þo ecke muni merkeligt. s. 635 Nu vil eg i sierhveriu þessu forláta mig til ydar forns og nys vinskapar, og skal eg vidleitast ad launa einuhveriu, ef nockud ágengt verdur, sem likast þætte, þvi eg veit ad vinskapur er milli Látra folks og ydar. Margt er fleira, sem ydur þyrfte til ad skrifa, enn þad eru þess slags negotia, sem ecke ahræra nema ockur báda, og þvi læt eg þad allt i þetta sinn bida, bæde vegna naums tima, og þess ad þier ecke skulud hrædast oflangt bref. Undrest ecke um skiöl kirkiu ydar, þótt lengi hiá mier bide, þau skulu óefad og skadlaus rcstituerast af alþinge, ef eg þvi vidkomed get, og á sama alþing vil eg vænta einshvers svars fra ydur um ofanskrifad. Sæe eg giarnan ef möguligt være, ad mier sendust þær bækurnar, er þier vonlega innann þess tima utvegad geted annadhvert til kaups edur láns. Ad endingu alls þessa vil eg ydur med ærupryddre kiærustu og öllum heidurs vardnade eylifum gude af alhuga befaladann hafa, verande alltid

Ydur þienustuviliugur
Arne Magnusson.