Danmarks Breve

BREV TIL: Hjalti Þorsteinsson FRA: Arní Magnússon (1712-04-21)

ARNE MAGNUSSON TIL PROVST [HJALTI ÞORSTEINSSON]. Skalhollte, þann 21. april, anno 1712.

Trykt efter egh. underskr. orig. i AM. 410, folio. Takker for tilsendte landkort m. m. og beder om aftegning af forskellige segl fra Vatnsfjordsbreve. þórður Jiórðarson afløser Ormur Daðason som ráðsmaður i Skalholt. Forespørgsel om Jón 01. Indiafarers dødsår m. v. Har stadig et skjalakver fra Vatnsfj. kirke til låns.

Ehruverduge, heidurlegi og miögvellærde Domine Præposite, Elskulege mikilsvirdande vin.

Eg óska, ad þá þier þetta mitt skrif medtaked, sieud þier med öllum ydar heiler og i gódu velstande. Þacka ydur þessu næst fyrer allar mier syndar vinsemder bæde fyrr og síd, ad tilteknu sier i lage ydar vinsamlegu tilskrife i fyrra under alþing mier sendu, ásamt þeim land-kortum og ödru, sem þvi fylgde. Er eg fyrer þetta ydar skulldamadur ordinn, og verdur sú skulld hiá mier inne ad standa, þar til heim kiem og utvegad giet eitthvad kver, sem ydur kynne eins þægt ad verda og mier eru þessar ydar delineationes. Nu er þessu næst ad afsaka, ad eg so seint svarad hefe uppá ydar góda tilskrif. Hefur þad so tilviliad, ad þá hier hafa ferder á milli ordid, hefe eg haft hendurnar fullar. Vona eg og treysti ydur til, ad þetta ecki misvirda muned. Ecke veit eg neítt skiallegt um dyrleika Vatzfiardar stadar, og ecke hefer þad firir mier ordid, svo eg mune. Bere mier nockud þvílíkt firir sióner, þá skal eg þad communicera, nær sem verdur. Nu er þetta enn sem fyrre, ad brefi mínu til ydar fylger bón, s. 636 edur riettara ad seigia bóner. Hin fyrsta þar af er, ad þier villdud so vel giöra ad afrissa minna vegna þesse epterskrifud insigle ex originalibus Vatsfiordensibus sierhvert fyrer sig á octav-blad: a. Gauta erkibiskups epter brefe 1507, ß. Sveins biskups epter tveimur brefum 1469, 1473, γ. Olafs bónda Gudmundssonar under brefe (Jóns) Jónssonar 1530, δ. Sira Grims Þorsteinssonar under brefe 1509, ε. Sira Jóns Eiríkssonar under dóme umm Unadzdal 1526, ζ. Ejusdem sera Jóns under brefe 1551, og er vid þesse sera Jóns tvo innsigle i agt ad taka, ad eg villdi þau yrde eíns aflagislega giörd og eg man þau ad vera in originalibus, η. Jóns ábóta i Videy under brefe 1377. Hid fyrra árid, þá eg þarvestra var, giordud þier so vel ad uppdraga þetta innsigle firir mig, enn eg i flyter skiemdi þad med þeim bókstöfum, sem eg þar á sette, þar eg veit, ad þeirra forma er ólik originalnum, og uggvænt ad ecke helldur sieu rett setter, og sende eg ydur þvi aptur þessa ydar delineation, sem eg man góda vera ad svo miklu leite, sem þier vid hana giördud. ϑ Síra Ola Svarthöfdasonar under brefe 1399, á hvers circumferentia eg trúe skrifad vera. S * OFFICIALATUS: SCAL. Þad sem hier er under punctad er víst miög so ólæselegt i originalnum og mundi þvi best ad giöra þá stafina med punctum enn ecke fullum strikum, eins og þá sem skírer eru. exempli gr.: 1)

Eg veit ad eg med þessum bónum eyk ydur ofmikla mædu, enn á adra síduna giet eg ecke hiá sneidt ad misbrúka i þann máta gódra vina þolinmæde, nema eg vilie hlutanna á mis fara, og er mier þad og so bagalegt. Være mier stór þægd, ef þessar delineationes giæte i bref innlagdar komist til alþíngis i sumar og hrefid afhendt vordit annadhvört lögmanninum Pále Jónssyne Widalin edur Þórdi Þórdarsyni, sem híngad til hefur hiá mier verid, enn nu tekur vid rádzmannsstarfi hier i Skálhollti epter Orm Dadason, sem sökum veikleika forelldra sinna hiedan verdur bygdum ad fara vestur á sveiter.

20. Kunne sídan skírlega upp ad friettast annus emortualis Jíns Olafssonar Indiafara, edur annad sem þiena kynne til hanns vitam, þá vona eg þier þvi ei gleymed, enn ecke liggur mier á þessu svo fliótt.

30. Ockur bar víst til orda sídarst heima hiá ydur umm arfleidslu bref þórdar Dadasonar, med nockru sem Mag. Bryniolfur hefde þar áskrifad, minner mig þier hietud mier copiu þar af med tídinne. Falle hun sídan i hendur, þa tel eg mier hana visa.

s. 637 40. Skialakvered Vatzfiardarkirkíu i 4to. er enn hiá mier. Er bædi, ad eg þad ecki ölldungis brukad hefi (ein verkefnin hindra önnur firir mier) enda hvert sem væri, vogade eg þvi ecki i ferd þessarra milleferdarmanna. I sumar á alþinge læt eg þad leverast syslumannenum Markuse Bergssyne, svo ad skilum fare. Þar skal medfylgia vidimus af documente umm Vatzfiardarkirkiu iskylldu i Unadzdals jord. Eg man nu eckert sierlegra, sem skrifast þurfe, enda þvi med hverskyns heilla óskum til ydar, ydar kiærustu og alls heidurs varnadar, verande alltid

Ehruverduge Domine Præposíte ydar þienustuviliugur þien.
Arne Magnusson.