Danmarks Breve

BREV TIL: Hjalti Þorsteinsson FRA: Arní Magnússon (1727-06-02)

ARNE MAGNUSSON TIL PROVST [HJALTI ÞORSTEINSSON]. Kiöbenhafn, 2. juni 1727.

Trykt efter egh. orig. i AM., 410, folio. Dat. »2. Pintzedag.« Takker for de modtagne gode landkort over Stranda og Isafjords sysler, beder om et tilsvarende over Bardestrand syssel samt om aftegning af Kollabud m. fl. tingsteder, af hvilke þingeyri i Dyrafjord særlig omtales; tilbyder som vederlag Buddei constitutiones. Beder ham og sysselmand M. Bergsson om gamle breve. Spørger til gamle kendinge i Vestfjordene. Fraråder at føre en retssag videre ang. hans datter Gudruns uheldige ægteskab. I en efterskrift ønsker A. M. hans biografi til Vitæ doctorum Islandiæ.

Ehruverduge Miog vellærde Domine præposite, Elskulege Mikilsvirdande vin.

Fyrer alla audsynda dygd æru og vinsemd af ydar hende til min, þacka eg þienustusamlega; þar á medal fyrer tilskrifed í fyrra, hvert eg skilvislega medteked hefi, ásamt landkaartenu yfir Stranda og Isafiardar Syslur. Vænte eg eigi betra kaarts um mina lifstid. Alleinasta villde eg óska, ad Bardastrandar Sysla hefdi á þvi sama blade staded conjunctim. Giæte þad sidan skied, være mier stór velgiord. Enn hvad skal eg hier i seigia. Eg er i margann máta ydur skulldbundinn, fyrir þvilikt ydar erfide, so vel nu sem fyrr, þá eg nær ydur var, enn get þetta med eingu sæmelega forskulldad. Eg villde þier villdud giora suo vel, ad heimta af mier einahveria goda bok, so skal eg hana kaupa, og senda ydur. Eg veit eigi hvert þier þeckid Buddei institutiones Theologiæ Moralis, sem er in 4to. prentud 1723. Er, so vitt mig skyniar, liber ædificans, og væn presta bok (eg atti ad seigia nytsamleg bok firir christna menn). Villdud þier tilseigia mier ad kaupa hana og senda ydur, þá kalla eg hana iafnvirde kaartsens, eda ongefer. híer um vil eg vænta svars fra ydur i haust. Þvi ecki er þad iöfnudur, ad setia gott folk i erfide, og forskullda þad eingu. Ecki er eg viss um ad s. 638 kaart Capitain Magnusar Arasonar verde betra enn ydar. Sed de ignotis et futuris nil temerè judicandum. Giarnan þigg eg fra ydur afrissing Þorskafiardar þingstadar vid Kollabuder, þa þar til gefast hentugleikar. Sama er ad seigia um toptastæden vid Eyre i Miofafirde. Ecki veit eg neitt til, hvada topter þetta mune vered hafa. A Þingeyre i Dyrafirde eru eins, æred mörg toptastade (!). Eg hefi taled þar hier um 40. Nockrar af þessum budum kynne, ad sönnu, vera gamlar kaupmanna buder fra þeirre tid, er Irsker og Eingelsker hlupu med smáskip inn á hvern fiord, so ad seigia. Þó kynne og vera, ad Vestfirdingar hefdi flutt Þorskafiardar þing ur einum stad i annan, sökum einna hverra orsaka, sem vær eigi vitum, og um Þingeyre ætla eg þad óefad vera. So kynne og þesser þingstader vera fra þeirre tid er 3 hieradzþing voru i hveriu af þeim storu þingunum in Summa, hæc hactenus incerta sunt. Sysslumannenum Markuse Bergssyne bid eg þienustusaml. fra mier ad heilsa, Hafe honum eda ydur nockur gömul bref eda þeirra utskrifter, eda önnur þvilik forn document i hendur borest, sidan eg vid Island skilde, þá bid eg yckur bada vinsamlega, ad unna mier þessa til yfirskodunar, eda eignar, ef so skie kann. Eg villde og fra ydur vita, hvert Jon Hannesson i Reykiarfirde lifer, og hvernig honum lidur. life hann, þá bid eg honum fra mier ad heilsa. Astridur Jonsdotter fra Bolungarvik gaf sig i profentu til Sr. Teitz Palssonar á Eyre i Skutilsfirde, mætte vita hvert hun ennu lifer, eda er daud. Hvar byr Valgerdur Eckia Sæmundar Sal. Magnussonar á Holi, og hvernig mun henni lida? Þetta er folk, sem hefur vered i þienustuseme vid mig, þá eg þar vestra var, og þætte mier skapbot, ad heyra gott fra þessu fólke. Eg sleppe so þessu. Nu kem eg til þess sidarsta af ydar goda brefe, sem er um malefne Gudrunar dottur ydar. Hvad Synodals domenn á hrærer, þá íata eg, ad eg eigi so grant skil, hvar uppa þær bætur og kostnadur standa, sem ydur eru þar á hendur dæmdar, og sier i lage er þetta um kostnadenn. Enn hier um er nu eigi at tala, þvi þetta er orded ofgamallt, og þar firir utan var þad hædstarettar mál, og ecki verdt þangad ad færa. Þad hefdi vered, ad gefa þad meira vid þvi minna. Ecke get eg annars sied, enn Synodus hafi þar i riett haft, ad befatta sig eckert med fiarlag mille konunnar og hennar mannz. Þad var veralldleg sok, sem þeim kom eckert vid yfir ad dæma. Ad Supplicera um Restitution þessa máls, ætla sg sie tafls lok. Þad er nu i sumar orded 3ia ara gamallt, og fæst so eingen Restitution. Nu set eg ad hun feingest. hun kostar 12 Rxdl. s. 639 Sidan skal á Islande kaupast ærlegur ördugur procurator, hvar er hann? Stefnufarer kosta peninga. Og munud þier visser vera um, ad fá so miked unned, sem þetta allt kostar? Enn þad fyrsta peninga utlag kemur uppá ydur. Þier vited eins vel og eg (kannske betur) hvada hægdarverk þad er nu, ad drífa processa á Islande, iafnvel þott máled være brynt. Nu virdest mier þetta mál ecke ölldungis vera so. Þier vited ad eg optast seige þad sem eg meina og þecke eg so ydar æru, ad þier þad eigi misvirded. Magnus hefur ad visu konuna gabbad. Þar á mot hefur henne áorded. Respondes. Þad reiste sig allt af hans prettum. Fateor. Enn þad er þó eigi hreint. In Summa: Eg være ambiguus í, hvad eg sialfur villde hier i dæma. hvad mundu þeir þá seigia, sem væru partisker á mót ydur? So get eg ydur þá eigi tilráded, ad voga neinu sierlegu uppa þennan process, sem óviss er i minum þanka. Eg er hræddur um, menn vinne eckert nema ómak og peningaspiller. Þier munud þetta vel upptaka, þier vited, ad eg Ydar huse allz godz ann, og villde giarnan þar standa sem ydur og ydar være til hagnadar. Enn hvad er ydur þient med þvi, ad eg seige annad, enn mier best synest. Þad veit eg og, ad þier vilied ecki hafa. Þar fyrer hafed þier mig um hlutenn spurt. Eg hygg best vera, ad siá til, ad fá konuna gipta einhverium ærlegum hialprædes manne, og virdest mier þad eigi bagt vera firir Syslumannen Markus Bergsson. Ad þvi giordu, gleyma menn öllu þvi sem undan fared er. En þegar menn hræra miög i þeim málam, hvari eitt eda annad kynne ófagurt vera, þá giöra menn ad sönnu sina Contraparta svarta enn menn fá og, optast, blette sialfer. Eg fæ nu eige stunder fleira ad skrifa, þvi margt er ad sysla. Enda þvi med hverskyns heilla óskum til Ydar, godar (!) kíærustu og allz Heidurs vardnadar, verande alltid

Ehruverduge Domine præposite Ydar þienustuviliugur þienare
Arne Magnusson.

P. S. Vid tökum nu til ad giorast gamler menn. Gefed mier stutt agrip af ydar vitâ: nefnilega, qvo anno og hvar þier fædder erud. qvo anno i Skola og þadan. qvo anno sigldud, og til Islandz apturkomud. nær kirkiuprestur urdud. nær Vatzfiord feingud, nær kvongudust etc. Eg sanka vitis doctiorum Islandiæ, med þeirra Scriptis, Et inter hos Te jure computo. Vale et vive vir amicissime!