Danmarks Breve

BREV TIL: Páll Jónsson Vídalín FRA: Arní Magnússon (1707-04)

ARNE MAGNUSSON TIL LAGMAND P. J. VIDALIN. April 1707.

Trykt efter egh. gennemrettet koncept med skriverhånd i AM. 449, folio. Bevisførelse for, at Píningsdómur har lovskraft og redegørelse for den betydning, som kan tilkomme lignende såkaldte domme. Hertil A. M.s egh. overskrift »Lógmannenum P. J. W. i Aprili 1707.«

I Steph. 13 forekommer to udaterede brevuddrag fra A. M. til P. V. a) om Håkon den gamles regeringsår, b) om Dronning Margretes og kong Olavs regeringsår — det sidste aftrykt i »Samlinger til det norske Folks Sprog og Hist.«, II., 138—40.

Pinings domur er allegeradur svo sem nota lex i Bestu manna samtökum á alþingi 1533 um höndlun utlenskra. Item i dómi Dada Gudmundssonar, hvad ecke munde skied, ef menn hefdu hann þa ecke firir lög þeckt, þvi þa var ecki su heimsku praxis innkominn, ad dæma epter domum. Svo er og Pinings dómur ofan epter öllum götum citeradur, og bevísar þad, ad þeir, sem svo giört hafa, hafa hann firir reglu hallded. Objici poterit: sama er ad seigia um Biaskieria dóm Þórdar lögmanns og hundrad adra þvilika, suma þvert á mót lögbókenne. Jeg s. 659 játa giarnan, ad margur abusus er ordenn ur þessum samþycktum og hefur þad alltid fared meir og meir i vöxt, enn þar hiá er þelta. Flestar gömlu samþyckternar eru um husstiórnar stand, sem einginn kunni skilia nema þeir hier. Svo sem er Vigfuss Ivarssonar hirdstióra um vistarrád, Pínings dómur um lausamenn, Claus van der Marvitz og Ellendz lögmanns um lausamenn, Otta Stigssonar skipadómur, og sumar þordar lögmanns samþyckter. þær nyrre eru commentarii og additamenta til hverrar og einnar linu i lögbókinne, svo vel i criminalibus sem i civilibus, og er ecke um þær ad tala. Hinar þykia mier þó betre, eg meina þær af þeim, sem nu er öllum audsynt, ad vel sieu yferlagdar og landenu gagnlegar, hellst þær sem vær höfum uppá approbation allra epterkomendanna. Og jafnvel þó hier vante þad fornemsta, nempe consensum regis, þá er þad og víst, ad landzfólked riede þá miklu meiru um sin efne enn þad nu rædur, og heita þá þesser dómar bestu manna samtök um þau efne, er landed stórum umvardade, og seger þad enn þa nockud, þegar continua praxis hefur sidan tilkomid, og sie eg ecki, hvernig einn privatus kynne sig þar undann ad skora, og þiker mier þad álika, svo sem einn villde ecke giallda heytoll edur legkaup. Annars, ef þad má nockud hiálpa, þá er Pinings dómur anno 1533 confirmeradur af Noregs rikis rádi, ad þeim parti sem talar um höndlun utlendskra. Sie eg þad ecke evidenter authorizerar hann allann, þó er þad svo mikid, ad rádid hier confirmerar þetta, epter þeim samtökum Islendskra, sem i upphafe hier umgetur, giördum á sama áre, enn engre beidne þeirra, og conseqventer, ut concludo, agnoscerar, ad þeir hafe ecke illa giört i þessum samtökum. Sie eg ad ef madur skyllde skrila eina erklering um þetta efne his temporibus, þá være ad sönnu naudsyn ad utvelia decentes phrases. Þó er þad víst, ad antiqvæ consvetudines, qvæ per continuam praxin ad nos demissæ sunt, hafa ad vísu vim legis, enn þá hiá oss i Danmörk, og eru þo slikar consvetudines i fyrstu uppkomnar af samtökum þeirra, er i sierhveriu plátze hafa vered þeir skynsömustu. Þad er þad sierlegasta i þessum samtökum, ad þier (hier i lande) hafa kallad þad dóma, þvi þad er ærid improprium, enn siáum, ad eins hafa þeir giört, sem samantóku stóra dóm, og hefur Pall Stigsson, gódur og vís madur, láted þá ráda þessu styls forme, og eins er tilgeinged um skipadóm Otta Stigssonar.