Vídalín, Páll Jónsson BREV TIL: Magnússon, Arní FRA: Vídalín, Páll Jónsson (1713-07-20)

LAGMAND P. VIDALIN TIL ARNE MAGNUSSON. 1713. Vid Auxaraa þann 20. Julij..

Efter orig. i AM. 441, folio. Hertil A. M.s påtegning »Medteced 24. April 1714.« Har omtrent samtidig modtaget 5 breve fra A. M. og har erfaret udfaldet af kommissærernes sag for højesteret. P. V. skal i overretten være bleven dømt fra sit embede; hans domme fra det foregående år er kasserede og han selv suspenderet; han agter at klage til kongen og håber på A. M.s hjælp. Et og andet om jordebogen.

Af nærværende brev er indlagt en egh. kopi i brevet 6. 9.; her er tilføjet nedenaftrykte tillæg på en løs seddel.

Minn Herra!

Gud giefe jeg meige lifa þann dag ad spyria til ydar god tidende, og seigia ydur um mig god tidende. Jeg feck þann 10. hujus ydar tvo kiærkomenn tilskrif af 8. og 11. Aprilis. Enn deigenum adur hafda eg feingid þad eina fra Christjanssand af 17. Novembris, tandem a manudags qvollded þann 17. hujus kom upp hingad ydar bref af 19. Maij og stundu sidar annad af 23. Maij, og voru þau tvo i sama umslage. Oll votta þau ydar æru, dygd og trufeste vid mig. sem Gud ydur laune. Um utgang a male voru er þad Gude ad þacka, ad ovíner ockar feingu þo ecke meira. Kom og fregnenn so til passa hingad, ad þegar sendt var epter S. B. S. til ad agera i mote mier um sonar hans inngefinn memorial, var sogd skipkomann hingad a þingid. Var Sígurdur i tiallde sinu uppi giá, og þar var komenn pilltur fra Holmskipe sendur af sonar hans alfu. Hvorsu hier fare framm, meigid þier rada af innlogdum þings act, og eru allar adrar þeirra frammferder honum likar. I 24. rettenum er mier sagt þeir sieu buner i Hakonar og Bryniolfs male ad dæma mig fra embættenu. Þeir gefa aungvann gaum ad, hvad mote þeim protesterad er, enn giöra sem þeir ætla sier. Nu munu (!) þeim þo ecki minka modid vid stormensku Sigurdar S.s, er nu mun s. 666ei rir verda. Allar minar sluttningar þær i fyrra er mier sagt þeir fellt hafe. Eingenn domur er hia þeim publiceradur enn nu, beidast mun eg þeirra og taka skrifada ef eg fæ og ydur senda. Nu er þesse nidran a mier so stor ordenn, ad eg er neiddur til ad besværa mig fyrer kongenum, bæde yfer þessare suspension og afsetningar domenum, og bid eg nu enn ydar margreinda æru, dygd og trufeste af fremsta megne mier i þessu assistera, med ollum þeim radum sem Gud ydur til þess kennir. Suspensionennar violentia ætla eg ollum mune synelig, enn domenn minn i Bryniolfs male hefe jeg med so skyru innlegge forsvarad ad þad er minn vottur, ad eg skil ecki betur log. Skal eg senda ydur þad asamt documentunum lofe drottinn. Gud laune ydur þann velgiorning, er þier frelstud mig undann forfölgelse Sigurdar um þa 150 rixdle, nær sem eg fæ þa golldid, rade þvi drottinn. Kunnid þier nu ad sia, hvor efne min vera mune, þvi vicelogmadur Jon tekur nu þad lijtid sem jeg af laununum hafde. Syslunne hallda þeir fyrer mier uagtet Rente Cammerets bref sem þier aminnest. Gud betre þessar tider. Mikid er til ad þeinkia ad þeir sluppu fri. J. E. S. og P. B. med sinar frammferder og mun þad exemplum gefa stora conseqvence. Enn su ahyggiann liggur mier nu næst, hvornenn Gud mune ydur kenna rad til ad faa mig upprettann undann þessum hier a mig follnum ofsa suspensionennar og domsins i Bryniolfs male, þvi so sem þad er vist, ad eg ma hafa lært hvad lögmans embættid sie þungt, so er hitt harmligt ad vera med slikre ovirding fra þvi tekenn. Sa ein er mier ótten þyngstur, ad kongurenn ei er heima, þvi vist ætla jeg, ad bæde hædsti rettur og cancelliet munde af hans nalægd gott hliota, sem morgum mætte huggun ad verda. Nu veit eg minn herra ad þier latid ydur þessa mina naudsyn til hiarta ganga, og giored hvad möguligt er, hvort helldur med stefnu (sem taka vill tvo ar i burtu) edur med Kongl. befaling, ad jeg skule fyrer þessu ohindrad blijfa vid, hvort helldur ydur lijtst, þa ad stefna samt ofsa þeirra. Være tidernar eige so sem þær eru þa være gott ad eiga slikt under logum. Drottinn kenne ydur þau rad sem duga meige. Jeg sende þetta bref sudur a Bassenda edur Keflavik, hvort skiped sem fyrre sigler, og bid þad leverest i næsta posthus þar sem þeir lenda. Önnur tidende oll verd eg hia ad leida um sinn, med þvi eg veit ad adrer skrifa þau þo sidar verde, eru hier og faa mal buenn, og eige med betra fornøielse, enn þegar jeg sat, so sem folk lætur af sier heyra. 14. Julij stefnde Gottrup mier um sinn part af Geyrnyar male. Eckert s. 667hafa þeir Jon E.s og Beyer talad til min um þau 3 resterande mal. Jeg ætla þeir mune stefna þeim til ars. Þegar Jon Es. og eg hofdum fyrst a þau minnst, spurda jeg, hvort þau ætte ad dæmast fyrerkallslaust; hann sagde: þyker ydur þurfa fyrerkall i þeim? Jeg svarade: þar siaed þid fyrer. Audsied er, ad su sidasta stigt-amtmannsins orda (ad dæma þau i ar) hun er giord til ad koma saman reisu kostnade til þeirra vid þa Kongl. stefnu, sem þier skrifed, ad nu sie utgefenn um daudadom Jons Hr.s 1684 og hægt ætla jeg þeim sie um hana gefid. Matthias Bram sagde mier, ad Niels Hendrikssen hefde betalad til sin i Kaupenhafn þa 20 slettadale sem jeg ydur ætlad hafde, og hefur Bram fært þa i ockar reikning; var þetta mier allt ovitande og vona þier minn Herra latid ydur þad ei vid mig forþocknast. Buinn er jardabokenn yfir Grimsey og allann Skagafiord nema Vidvikur sveit; buenn er Þingeyra sveit, enn þa tvo hreppa i Horgaardal mun Eggert Jonsson afgiora, adur enn skipen sigle. Ef eg med nockru mote fæ peninga, þa mun eg sialfur rijda vestur og afgiora þær þriar sveiter, sem þar eru, þo efast eg hvort eg fae þess megnad fyrer þreitingu. Um Asbiarnar Joachimssonar mal bid eg þier supplicered i minu nafne, so sem bref ydar seiger, ad eg meige friast fra i þvi ad dæma, þvi eg ætla eingenn faest til ad vera minn med-commissarius; munu þeir og þar fyrer nu hafa dæmt mig fra domara embætte, ad eg ei skyllde geta dæmt um þad. Nota Hakon paastoed med innlegge, ad þeir O. S. S. og Beyer ei mætte i Bryniolfs male dæma, ut pote authores suspensionis, af hvorre þad allt leidde; aungvann gaum gafu þeir ad þvi. In summa þad er ecki stuttrar stundar verk ad beskrifa þeirra frammferder. Gud miskune sig yfir alla þa sem orett lijda. Nu i morgun kom Sigurdur Sigurdsson, og mun nu vera þolgiædis þorf fyrer mig i dag ad umbera þeirra insultationes. I stefnu, sem Oddur gaf mier i vetur a fostu, er fyrsta sok um stor-ordabrefid, sem nu er hædste Rettur buenn ad dæma, aunnur um þau tvo vota, þad er enn ecki tracterad. Mun eg nu verda ad forsvara mig, so sem eg giet og producera mina logrettu menn, sem nu eru ellefu samann, enn ecki hier til stadar nema þrir. Enn a mote Sigurde og Gottrup mun eg citera Norskel. lib. 1, cap. 13, art. 16, og enn a mote Gottr. lib. 1, cap. 22, § 14. Mun þa verda iskyggeligt efnid. Enn þeir vijla ecki margt. Drottinn vere min adstod. Feigenn munda eg verda ydur ad are gladann ad siá. I dag er tilætlad ad tala um hustru Þrudar efne eptir missivenu, og mun eg þar verda hennar vegna. Biskup Widalin lætr ydur heilsa. Jeg efa ad hann gete s. 668nu skrifad, enn Hakon mun skrifa par ord. Biskup seigest hafa skrifad ydur til med Grindavikur skipe; jeg visse ecki nær þad siglde. Med sidare skipunum sende eg allt þad eg fæ af ollum þessum verkefnum, og þad i tveim stodum, so og original af Cammerets Missive til ockar, sem dafallega seigir hvad um oss þriá sie talad. Med Grundarfiardar skipe og med Hofsos skipe mun eg brefenn senda, lofe Gud. Og hans faudurligre vernd og ast fel eg ydur af ollum huga samt ydar Velædla kiærustu, Gud unne mier gott til ydar ad spyria og unne mier ydur ad sia med glede og æru.

Vester totus
Paall Jonsson Widalin.

I en efterskrift følger forskellige enkeltheder deriblandt: »Um aunnur Erende sem ydar bref aminnest læt eg mier so hugad sem frekast megna, et in specie um bref og document nær sem eg deij, og treista meiged þier ad enn nu hafa ecki þesse morgu adversa frangerat animum.«

A lausum schedle i sama brefe.

Margfalldlega hefur P. beded mier, ad ef eg villde gefa sier skriflegt ad yfergefa pad, sem eg pykest lided hafa vid suspensionena og arrestbegeringuna, pa skyllde hann affturkalla suspensionena og setia mig i mitt sæte. Enn eg hefe ecki getad concoqverad pa injuriam og vogade helldur i drottens nafne ad leita mier annara rada. þrisvar hefe eg sluttningarinnar oskad, po ei vid votta, og er hun ecke feingenn, ætla samt hun mune eiga ad kockast umm, og gefur pad tidenn.

þetta var nu pá. Nu er raun a pvi ordenn, ad ecke villdu peir hana ummkockad hafa, enn pad er vist, po eg hefde vid pa sættst umm suspensionena, hefdu peir giört allt hid sama, ad visu næsta dags effter, nema eg hefde dæmt i malum peira effter peira eigenn villd, og var pa betra ad deia enn flecka so samvitsku sina fyrer gude og monnum.