Vídalín, Páll Jónsson BREV TIL: Magnússon, Arní FRA: Vídalín, Páll Jónsson (1722)

[LAGMAND P. VIDALIN] TIL ARNE MAGNUSSON [1722].

Trykt efter kopi i Rask 57, udaterede og uunderskrevne optegnelser bestemte s. 684til indlæg i breve til A. M. a (s. 472). Meddelelse om kaptejn Magnus Arason.

A lausum sedle til Assessor Magnussonar.

Allmisiafnar sogur ganga hier af Capteinenumm, þegar hann hefur drucked ofmiked, og hallda flester þad offtar bera til enn haganlegt være; flestar eru þær þó umm óþarfleg storyrde ecke til ad raupa af siálfumm sier, helldur vid adra og suma firir litel efne. Minnst hefe eg af þvi ad seigia og ecki heyre eg honum brugded umm neitt soddann, þá hann er ódruckenn. Þad ætla eg, ad ecke verde honum allmiked ágeingt umm erende sin, og kanske þvi vallde nockurnpart þverud og treglæte þeirra, sem honumm eiga farar beina ad veita. A næstlidnu þijnge drack hann miklu minna enn ared firir, og alltiid lætur hann vid mig vingiarnlega. Jeg er og komenn ad raun umm þad, ad sumar sogurnar af dryckiuskap hans sieu ósannar, enn sumar yktar ur hófe, enn til sumra meir hæíft enn skillde.

b (s. 543—45). Forblommet fremstilling af forholdet mellem amtmand Fuhrman og hans trolovede, Apollonia Schwartzkopf, i saga-stil og med navnene omformede.

A lausumm sedle til Assessor Magnussonar.

Þad hefur mier fortaled einn viss madur, ad i soguna af Eyreke Rauda skyllde vanta einn capitula, þar inn einhver stadar sem seiger af reisumm Grænlendinga i Americam. Nu þott eg ecke true þessu, þá vil eg þó leita svara hia ydur, hvört þier ætled nockud hæfe til þess. capitulenn, er hann sende mier, seiger so:

Þá fóru þeir enn leingra sudur, og bar ad hólma nockrum, honum gafu þeir nafn og kolludu Voghimna stord (d. v. s. Island). Menn voru þar og bygder, og riede sá madur firir, er þeir kölludu Raudagrenismann (Fuhrmann). Hann var ókvæntur og kom sier vel vid flesta þar á hólmanum, átte og gott bu, og riede þvi med honum gömul kona vetur einn, enn þa er vorade, kom þángad á hleipe-skutu kvenmadur, su hiet Blackhofda (Schwartzkopf), og kallade til eigenords vid firirmann hólmans; ecke er sagt af kvedium þeirra, enn hann tok vid henne til husa vistar og feck henne sina eigenn sæng til hvijlu, enn sló landtióldum utann bæiar, og bygde þau sijdann siálfur, þó át hann og drack med Blackhöfdu bæde morgunskatt, dagverd, og kvolldmaltijd. Hun hafde flutt med sier vister nockrar; ecke villde hann bergia á þeim, og merktu menn, ad hann varadest þad. Á ödrum tánga skamt fra höfudbænum bió dvergur einn sá hiet Laonicus, og kolludu sumer hann grautar-saa (Niels Kier?), födur atte hann sióndaprann, og var honum hugur ad siá Blackhöfdu, enn Laonicus s. 685kvad þess aungva þörf, kvadst kunna öll skil á henne epter sogn þernu þeirrar, er med henne var komenn. Sagde þernu þá orped hafa sex vikumm, fyrr enn þær fóru ur atthaga sinum, og hlauped þadan okvitta. Þesse þerna skyllde deillt hafa vid Blackhofdu, þa þær höfdu skamma stund á holmanum vered, og hefde Blackhofda brugded henne umm varped og heimasetuna. Þernann skyllde svarad hafa »sæl nafna, vid erum iafngódar.« Stuttu þar epter skyllde þernann hafa sagt bóndanumm, ad Blackhöfda hefde fært med sier olifian, sem hun ætlade honum, ef hann ecke geinge ad lögum til hvijlu med sier, og þvi giætnare hefde hann vered ei ad bergia á vistum hennar. Sagde dvergur bóndann um allt þetta miög áhyggiufullann, og hafa þad i ráde ad bióda Blackhofdu 15 c. aura silfurs, ef hun villde med góda heim aptur snua; vær(i) þess ei kostur, munde hann lata binda hiuskap þeirra, enn alldrei koma i eina sæng med Blackhöfdu. Þó hann dvergurenn hafe þetta sagt födur sinum, þiker honum sögn hanz öll marklitel, þvi dvergur er ruglare mikell. En þad kvedst dvergur vita til sannz, ad orped hefde þernann og ad óskilum heimann hlaupenn, og sagdest af vin sijnumm bedenn i hlióde ad skióta henne á laun med fyrstum ferdum til Hamingiuborgar. (Glückstadt).